1 af 2

Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands kom á námskeið hjá Brunavarörnum Árnessýslu þriðjudaginn 11 október síðastliðinn til þess að auka færni sína í notkun slökkvitækja. 

Alltaf er einstaklega jákvætt þegar stofnanir og fyrirtæki huga að þessum málum hjá sér og sínu starfsfólki.

1 af 2

Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands kom á námskeið hjá Brunavarörnum Árnessýslu þriðjudaginn 11 október síðastliðinn til þess að auka færni sína í notkun slökkvitækja. 

Alltaf er einstaklega jákvætt þegar stofnanir og fyrirtæki huga að þessum málum hjá sér og sínu starfsfólki.

Pétur Pétursson þriðjudagurinn 25. október 2016

Reykköfunaræfing á Laugarvatni 12.10.2016

1 af 2

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Laugarvatni, Selfossi og Þorlákshöfn hittust á Laugarvatni miðvikudagskvöldið 12.október til þess að æfa hvernig skal haga inngöngu í brennandi hús, notkun slökkvivatns með til slökkvistarfa og skýlingar auk þess sem köld reykköfun var æfð við krefjandi aðstæður. 

Haukur Grönli varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu leiðbeindi slökkviliðsmönnum um stillingu og notkun á þróuðum slökkvistútum og kom þar með bæði nýjan og gamlan sannleika fyrir slökkviliðsmenn. Ávallt er gott að rifja upp og fletta í reynslubankanum.

1 af 2

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Árnesi, Hveragerði, Reykholti, Selfossi og Þorlákshöfn komu saman laugardaginn 8.10.2016 til æfinga í Sultartangavirkjun og Búrfellsvirkjun. 

Árlega halda Landsvirkjun, Landsnet og Brunavarnir Árnessýslu nokkurn fjölda æfinga saman til þess að tryggja þekkingu slökkviliðsmanna á virkjunarmannvirkjum sýslunnar og hvaða meðulum er best a beita í björgunaraðgerðum komi til þeirra.

Pétur Pétursson þriðjudagurinn 25. október 2016

Eldur í útihúsi á Stokkseyri 23.10.2016 

1 af 2

Boð bárust frá Neyðarlínu til Brunavarna Árnessýslu um að eldur væri í útihúsi á Stokkseyri síðastliðið sunnudagskvöld. Þegar slökkvilið kom á vettvang kom í ljós að um væri að ræða lítinn geymsluskúr við Eyrarbraut. Ekki reyndust aðrar byggingar úr hættu og því var dregið nokkuð úr viðbragði. 

Eldsupptök eru ekki ljós á þessari stundu en rafmagn var ekki tengt við skúrinn.

Vefumsjón