Haukur Grönli mánudagurinn 4. júní 2018

grodureldar.is

Netsíðan https://www.grodureldar.is/  var formlega opnuð 24.maí sl. í húsnæði Skógræktar Reykjavíkur við Elliðavatn.

Við hjá Brunavörnum Árnessýslu erum stolt og ánægð með að hafa komið að þessari vinnu frá upphafi.

Stýrihópurinn sem kom að þessari vinnu gerði greinagerð er lítur að forvörnum og viðbrögðum vegna gróður og skógarelda. Auk þess var gefinn út bæklingur og veggspjald með leiðbeiningum um forvarnir og fyrstu viðbrögð fyrir sumarhúsaeigendur og skógareigendur.

Allt þetta efni er hægt að nálgast á síðunni https://www.grodureldar.is/ .  Ásamt því að þar verður í framtíðinni enn meira ítarefni  og leiðbeiningar.

Þátttakendur í stýrihópnum voru frá Skógræktinni, Skógræktarfélagi Íslands (fulltrúi skógræktarfélaganna), Landssamtökum skógareigenda, Mannvirkjastofnun, Félags slökkviliðsstjóra/Brunavörnum Árnessýslu, Landssambandi sumarhúsaeigenda og Verkfræðistofunni Verkís.

Árekstur tveggja bíla varð á Eyravegi á Selfossi á ellefta tímanum í morgun. Áreksturinn var nokkuð harður og þurftu slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu að beita klippum til þess að ná ökumönnum beggja bílanna út á öruggan hátt. Báðir ökumenn voru síðan fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til frekari aðhlynningar og skoðunar. 

Pétur Pétursson mánudagurinn 14. maí 2018

Að slökkva í fólki!

Brunavarnir Árnessýslu hafa um árabil boðið uppá námskeið í meðförum og notkun slökkvitækja og tengdum búnaði. Nýjasta verkfærið okkar í kennslu á þessu sviði er dúkka þar sem fólk getur æft á öruggan hátt hvernig ber að athafna sig við það að slökkva í manneskju en þær aðstæður hafa og geta því miður skapast. 

Á meðfylgjandi myndum má sjá hvar Bjarni Ingimarsson, slökkviliðsmaður og einn af leiðbeinendum BÁ æfir sig í kennslu.  

Pétur Pétursson mánudagurinn 14. maí 2018

Að slökkva í fólki!

Brunavarnir Árnessýslu hafa um árabil boðið uppá námskeið í meðförum og notkun slökkvitækja og tengdum búnaði. Nýjasta verkfærið okkar í kennslu á þessu sviði er dúkka þar sem fólk getur æft á öruggan hátt hvernig ber að athafna sig við það að slökkva í manneskju en þær aðstæður hafa og geta því miður skapast. 

Á meðfylgjandi myndum má sjá hvar Bjarni Ingimarsson, slökkviliðsmaður og einn af leiðbeinendum BÁ æfir sig í kennslu.  

Haukur Grönli mánudagurinn 9. apríl 2018

Skyndihjálp

1 af 3

Skyndihjálp

Nýliðar Brunavarna Árnessýslu hafa fengið fjölbreytta kennslu í vetur. Eitt af því sem slökkviliðsmenn þurfa að standa klárir á er skyndihjálp og í lok mars fengu nýliðararnir kennslu í skyndihjálp. Viðar Arason, sjúkraflutningamaður hjá HSU og slökkviliðsmaður hjá BÁ, hélt fyrirlestur fyrir nýliðana um grunnatriði í skyndihjálp, þ.e.a.s. fyrstu viðbrögð við lífbjörgun, stöðvun blæðinga, brunasár og endurlífgun.

Einnig fengu nemendurnir kynningu á sjúkrabílnum og búnaði hans. Á vettvangi vinna sjúkraflutningar, slökkvilið, lögregla og björgunarsveitir saman og því er gott að allir aðilar þekki til búnaðar og tækja hvers annars.

 

Vefumsjón