Haukur Grönli fimmtudagurinn 23. maí 2019

Gróðureldar

Viðbúnaður og viðbrögð slökkviliða. Sverrir Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.
Viðbúnaður og viðbrögð slökkviliða. Sverrir Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.
1 af 4
Brunavarnir Árnessýslu voru með fyrirlestur á kynningafundi um gróðurelda sem haldin var hjá Verkís.
 
Verkís stóð fyrir kynningarfundi um gróðurelda, varnir og viðbrögð.
 
Fundurinn var liður í vitundarvakningu sem unnið hefur verið að á undanförnum árum á vegum Skógræktarinnar, Brunavarna Árnessýslu, Mannvirkjastofnunar, Landssambands sumarhúsaeigenda, Félags slökkviliðsstjóra, Landssamtaka skógareigenda og Verkís.
 
Góð mæting var á viðburðinn og nokkuð ljóst að áhuginn er mikill á þessum mála flokki.
Boðið var upp á spurningar í lokinn og skapaðist góð umræða.
Við hjá Brunavörnum Árnessýslu þökkum fyrir okkur
1 af 3
Brunavörnum Árnessýslu bárust tvö útköll í nótt.
 
Það fyrra barst um klukkan 02:00 þar sem innhringjandi hafði tilkynnt til Neyðarlínu 112 um brunalykt á Selfossi en tilkynnandi áttaði sig ekki á hvaðan brunalyktin kæmi. Slökkvilið og lögregla leituðu af sér allan grun með akstri um bæinn en ekkert fannst. Talið er líklegast að þarna hafi veri um lykt frá HP kökugerð að ræða.
 
Seinna útkallið barst rétt fyrir klukkan 06:00. Þá var tilkynnt um þjónustuhús í ljósum logum á tjaldstæði í Þorlákshöfn. Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Þorlákshöfn voru fljótir á staðinn og tókst að ráða niðurlögum eldsins á skammri stund enda var um lítið hús að ræða. Húsið er hins vegar gjör ónýtt og næsta hús við hliðina er mikið skemmt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Í byrjun apríl síðastliðnum stóðu Brunavarnir Árnessýslu fyrir námskeiðinu “sjö spora kerfið” sem er námskeið að Sænskir fyrirmynd um nýjar áherslur í stjórnun viðbragðsaðila og þá sérstaklega vettvangsstjóra slökkviliða. 

Ekki er hér um neinn nýjan sannleika að ræða heldur er búið að setja hlutina upp á nýjan hátt með nýjum áherslum og framkvæmdaröð ákvarðana hefur verið skilgreind frekar. 

Tveir leiðbeinendur komu til okkar frá slökkviliðinu í Bergen þeir Hans Petter Nilsen og Frank Åsveit, en gott samstarf hefur verið á milli Brunavarna Árnessýslu og slökkviliðsins í Bergen á undanförnum árum. Báðir starfa þeir sem aðalvarstjórar og hafa áratuga reynslu í bæði vinnu og stjórnun á úkallsvettvöngum. 

Nokkrir varðstjórar frá Brunavörnum Árnessýslu höfðu á dögunum fyrir námskeiðið fengið leiðbeinenda kennslu hjá Norðmönnunum til þess að geta tekið þátt í kennslunni á námskeiðinu. Námskeiðið var síðan sett þannig upp að eftir að farið hafði verið yfir fræðin bóklega var hópnum skipt upp í einingar líkt og uppröðun manna í slökkvibílum er. Síðan voru í keyrðar útkallsæfingar aftur og aftur þar sem áhersluatriðin voru notuð í ímyndaðri ferð þeirra á útkallsvettvang. 

Stjórnendur slökkviliða víðsvegar af landinu sóttu námskeiðið og gaman er að sjá hversu áhugasamir menn eru um að afla sér nýrrar þekkingar og dusta rykið af þeirri sem áður hefur verði aflað. 

Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sat námskeiði en hann þekkir persónulega Svíana sem þróuðu aðferðina og skrifuðu Sænsku kennslubókina. Birgir hafði kynnt sér þessa stjórnunarnálgun vel fyrir námskeiðið og var að sögn mjög sáttur með þá útfærslu sem Norðmennirnir útfærðu fyrir námskeiðsmenn. 

Alltaf er virkilega gaman þegar svona vel tekst til og spennandi verður að sjá hvaða námskeið boðið verður uppá að ári liðnu í samstarfi við Bergenana. 

Unna Björg Ögmundsdóttir fimmtudagurinn 4. apríl 2019

Fjölskyldufjör - styrktarviðburður

SÖFNUM FYRIR SJÁLFVIRKU HJARTASTUÐTÆKI FYRIR BRUNAVARNIR ÁRNESSÝSLU.


Laugardaginn 6.apríl kl.14:00 í íþróttahúsinu við Vallaskóla á Selfossi verður haldið Fjölskyldufjör skemmtun fyrir alla fjölskylduna.


1000 kr. aðgangseyrir , frítt fyrir 5 ára og yngri. Tökum einnig á móti frjálsum framlögum, margt smátt gerir eitt stórt!


Slökkviliðið verður á svæðinu, hægt verður að skoða reykköfunarbúninga, farartæki slökkviliðsins og fleira forvitnilegt.
Það verður þrautabraut, ert þú fljótari en slökkviliðið?


Zumba fyrir þá sem vilja dilla sér í takt við hressandi tónlist, slökkviliðið ætlar að skella sér í Zumba í reykköfunarbúnaði, þú vilt ekki missa af því!

Frítt verður í sund eftir viðburðinn fyrir þá sem mæta.


Brunavarnir Árnessýslu hafa verið í fréttum undanfarið vegna mikils álags vegna fjölda bílslysa og bruna. Þeir sjá um mjög víðfermt svæði og þurfa á okkar aðstoð að halda til að efla sitt starf og gera líf okkar öruggara!


Sjáumst í stuði með


Facebook síða viðburðarins

 

Tengiliðir:
Sigríður: 857-1442, sth258@hi.is
Halla: hms22@hi.is
Hróðný: hrj45@hi.is

9. apríl næstkomandi mun Brunavarnir Árnessýslu í samstarfi við Mannvirkjastofnun standa fyrir ráðstefnu í tengslum við hættur í bílum með aðra eldsneytisgjafa með áherslu á rafmagn.

Auk þessa verður fjallað um eld og aðrar hættur í spennuvirkjum.

Meðal fyrirlesara eru Frank Åstveit aðalvarðstjóri hjá slökkviliðinu í Bergen en í Noregi hefur verið mikil umræða um hvernig bregðast skuli við eldi í bifreiðum með aðra eldsneytisgjafa en hefðbundið hefur verið.

Sýnt verður hvernig slökkt er í logandi bifreið með stóru eldvarnateppi og rætt um kosti þess með hliðsjón af notkun vatns og eða froðu.

Ráðstefnugjald er 5.500 krónur.

Innifalið í gjaldinu er hádegisverðarhlaðborð á Hótel Selfoss og kaffiveitingar.

Skráning þátttöku er á midi.is    Skráningu lýkur 4. apríl.

 

Dagskrá 9. apríl 2019 09:00 – 17:00  Fundarstjóri: Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.

 

09:00 – 09:15 Davíð Snorrason, fagstjóri eldvarna hjá Mannvirkjastofnun setur ráðstefnuna.

09:15 – 12:00 Frank Åstveit, aðalvarðstjóri slökkviliðsins í Bergen. Hættur í bílum með aðra eldsneytisgjafa.

12:00 – 13:00 Matur.

13:00 – 13:45 Frank Åstveit, sýning á slökkvistarfi í logandi bifreið með eldvarnateppi. Mæting í anddyri hótelsins.

13:45 – 14:10 Lárus K Guðmundsson. Farartæki í almenningssamgöngum með aðra eldsneytisgjafa og Einar Bergmann Sveinsson fjallar um nýlegan rafmagnsbílbruna á Íslandi.

14:10 – 14:30 Aðalheiður Jacobsen, framkvæmdastjóri Netparta. Umhverfið og hvað verður um rafhlöðurnar.

14:30 – 15:10 Halldór Halldórsson, öryggisstjóri Landsnets. Eldur og aðrar hættur í spennuvirkjum.

15:10 – 15:30 Kaffi og spjall.

15:30 – 16:30 Reynir Guðjónsson, öryggisstjóri Orku Náttúrunnar. Hvað er að vera öruggur?

16:30 – 16:40 Ráðstefnuslit. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.

 

Um fyrirlesarana:

Frank Åstveit

Frank er aðalvarðstjóri á aðalslökkvistöðinni í Bergen og hefur starfað sem slökkviliðsmaður í 34 ár. Hann er einnig björgunarkafari hjá slökkviliðinu og heldur utan um reykköfunar- og slökkvibúnað liðsins. Undanfarið hefur hann verið að sérhæfa sig í farartækjum með aðra eldsneytisgjafa ásamt sólarsellum og rafmagnsmannvirkjum.

Halldór Halldórsson

Halldór er öryggisstjóri Landsnets og formaður framkvæmdanefndar NSR. Halldór starfaði í 18 ár sem öryggis- og slökkviliðsstjóri hjá Alcan og síðar Rio Tinto. Menntaður rafvirki, vottaður alþjóðlegur verkefnastjóri frá Háskóla Íslands IPMA og hefur Evrópuvottun í Safety Management frá Bretlandi. Halldór hefur einnig diplóma gráðu í Rekstrar- og viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Lárus Kristinn Guðmundsson

Lárus hefur starfað sem slökkviliðsmaður frá árinu 2002. Fyrst hjá Slökkviliði Hveragerðis, hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og nú hjá Brunavörnum Árnessýslu þar sem hann starfar sem varðstjóri, eldvarnaeftirlitsmaður og þjálfunarstjóri nýliða. Lárus hefur látið sig björgunarmál varða frá unga aldri, var formaður Hjálparsveita skáta í Hveragerði og er nú formaður svæðisstjórnar á svæði 3.

Aðalheiður Jacobssen

Aðalheiður er framkvæmdastjóri Netparta. Hún er menntaður viðskiptafræðingur og hefur lengi haft áhuga á endurvinnslu. Bs ritgerð Aðalheiðar fjallaði meðal annars um endurvinnslu bifreiða á Íslandi.

Reynir Guðjónsson

Reynir starfaði sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari í Slökkviliði Reykjavíkur í tæpan áratug. Eftir það starfaði hann sem öryggisfulltrúi hjá Alcan og síðan Rio Tinto í á annan áratug. Í dag starfar Reynir sem öryggisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga, Orku Náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur. Síðustu 12 ár hefur Reynir haft sem hliðarverkefni að þjálfa hjá Dale Carnegie.

 

Sjá nánar á Facebook síðu viðburðarins

 

Vefumsjón