Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Árnessýslu voru þrívegis kallaðir út um helgina vegna elds í gróðri, tvisvar sinnum á laugardaginn, í Grafninginn og Flóann og aftur í Grafninginn á sunnudaginn.
Í báðum tilfellum á laugardaginn mátti rekja eldsupptök til óleyfis ruslabrennu sem fór út böndunum en upptök eru óljós hvað varðar eldinn á sunnudag.
Við hjá Brunavörnum Árnessýslu viljum eindregið benda fólki á að ekki er leyfilegt að brenna rusl.