
Fundur viðbragðsaðila á Flúðum vegna Almannavarnaviku mánudagskvöldið 25.9.2017
Almannavarnavika er nú í Hrunamannahrepp þar sem Víðir Reynisson, starfsmaður lögreglunnar á Suðurlandi og Almannavarna ver fjórum dögum á svæðinu til fundarhalda, skrafs og ráðagerða með ýmsum lykilaðilum innan sveitarfélagsins.
Í gærkvöldi var haldin fundur með viðbragðsaðilum á svæðinu þar sem Kjartan Þorkelsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi og Víðir héldu erindi um starfsemi lögreglunnar og Almannavarna.
Í lok fundarins var "hugarflugs" vinna framkvæmd af fundarmönnum við greiningu þeirra atburða er mögulega gætu raskað samfélaginu á einhvern hátt.
Fundurinn var vel sóttur, gagnlegur og í alla staði vel heppnaður. Almannavarnavikunni í Hrunamannahrepp lýkur síðan á íbúafundi næstkomandi fimmtudagskvöld,28.september, klukkan 20:00 í félagsheimilinu á Flúðum.