þriðjudagurinn 14. október 2008

Umferðaslys við Þrastarlund

Myndir: Magnús Hlynur
Myndir: Magnús Hlynur
1 af 3

Klukkan 8.13 í morgun kom útkall frá Neyðarlínunni (1-1-2) þess efnis að bíll hefði oltið við Þrastarlund við Sog.

Mikil hálka var á þessum slóðum og missti  ökumaður Toyota jeppa vald á bílnum og hann fór langt út fyrir veginn og valt.

Slökkviliðsmenn fóru á staðinn með klippubúnað liðsins og aðstoðuðu sjúkraflutningsmenn við að ná ökumanninum úr bílflakinu.

Toppurinn var klipptur af bílnum og áttu aðilar þá auðvelt með að komast að ökumanninum sem var einn í bílnum.

Sjúkrabíll flutti  konuna sem ók bílnum til Reykjavíkur, á bráðamóttökuna þar.

Óvíst er um meiðsli.

Alls mættu 10 menn í útkallið, þrír bílar fóru á staðinn.

Starfi slökkviliðsins var lokið kl. 9.30.

Haraldur Stefánsson heiðraður Haraldur Stefánsson, fyrrverandi Slökkviliðsstjóri herstöðvarinnar og Keflavíkurflugvallar, varð mikils heiðurs aðnjótandi fyrr í þessum mánuði þegar Bandaríski sjóherinn valdi hann inn í "the Navy Fire and Emergency Services Hall of Fame".


Meira
miðvikudagurinn 1. október 2008

Norska aðferðin við björgun fólks úr bílum.

Bíllinn eftir áreksturinn.

Bíllinn eftir áreksturinn. mbl.is Júlíus

Innlent | mbl.is | 30.9.2008 | 15:11

Norska aðferðin heppnaðist 100%

Senda frétt Senda frétt Upplestur á frétt Upplestur á frétt Senda á Facebook Senda á Facebook Blogga um frétt Blogga um frétt

Íslenskir slökkviliðsmenn beittu svonefndri norskri aðferð við að toga í sundur jeppa á grind í fyrsta sinn í dag og gekk hún eins og best verður á kosið.

Bíllinn eftir að norsku aðferðinni hafði verið beitt.

Bíllinn eftir að norsku aðferðinni hafði verið beitt. mbl.is Júlíus

 

Norska aðferðin byggist á því að nota spil tækjabíla til að toga viðkomandi bíl í sundur í þeim tilgangi að ná sem fyrst til ökumanns eða farþega í bílnum eftir slys. Árni Ómar Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir að aðferðinni hafi verið beitt hérlendis á fólksbílum en ekki fyrr á grindarbíl.

Fyrir um tveimur vikum varð harður árekstur á Breiðholtsbraut þar sem tveir jeppar lentu saman. Engin slys urðu á fólki, en ef einhver hefði setið í framsætinu hægra megin í öðrum bílnum er ljóst að mjög illa hefði getað farið.

Árni Ómar segir að haft hafi verið samband við Tryggingamiðstöðina í þeim tilgangi að fá að nota norsku aðferðina á bílinn. TM hafi gefið slökkviliðinu bílinn og æfingin hafi miðast við það að einhver væri í framsætinu. „Aðferðin gekk upp á 10," segir Árni Ómar.      Heimild: Mbl.is

Fara til baka Til baka

þriðjudagurinn 30. september 2008

Eldur í fjósi í Rangárvallasýslu

Ágúst Rúnarsson, bóndi í Vestra-Fíflholti í Landeyjum, segir gríðarlegt tjón hafa orðið þegar um 140 af 200 nautgripum í útihúsum á bænum drápust í bruna í morgun.
Meira
föstudagurinn 26. september 2008

Öryggisbeltin bjarga !

Svona endaði æfingin
Svona endaði æfingin

Spennum beltin. Óhapp á flugvellinum í Atlanta

Okkur barst hér frétt af óhappi sem varð á þriðjudag á flugvellinum í Atlanta þegar flugvallarslökkvibifreið valt í æfingarútkalli.

Betur fór en á horfðist í fyrstu en enginn af áhöfn slasaðist. Allir voru í beltum. Þetta ábending til okkar allra að spenna beltin.
Skoðið fréttina en hún er af heimasíðu Firefighter close calls.com. Myndin er einnig tekin þaðan.


Meira
Vefumsjón