þriðjudagurinn 16. september 2008

Brunamálaskólinn á Suðurlandi

Úr myndasafni BR
Úr myndasafni BR
 Brunamálaskólinn hélt námskeið í Þorlákshöfn um síðustu helgi  (12.-14. 09.2008)   fyrir slökkviliðsmenn á Suðurlandi.

Námskeiðið er annað af fimm námskeiðum sem slökkviliðsmenn þurfa að sækja til að öðlast full réttindi.  
Þrír slökkviliðsmenn frá BÁ sóttu námskeiðið, þeir Birgir Júlíus Sigursteinsson, Guðmundur Rúnar Jónsson og Jóhann Thorlakur M. Sigurðsson

Um er að ræða 30 kennslustunda námskeið, að því loknu skal nemandi m.a. vera hæfur til reykköfunar, hafa þekkingu á þróun innanhússbruna og yfirtendrun.

miðvikudagurinn 10. september 2008

Íslandsmót slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Brunavarnir Suðurnesja
Brunavarnir Suðurnesja

Deild LSS hjá Brunavörnum Suðurnesja í samstarfi við Félag starfsmanna Brunavarna Suðurnesja  halda Íslandsmót í knattspyrnu þann  25. október. Einnig er ætlunin að vera með keppni í; lyftingum, hreysti (þrautaþraut), sjómann og þríþraut (hlaupa, hjóla og synda). Mótið er eingöngu fyrir þá sem eru félagar í LSS og er tilvalin upphitun fyrir  Heimsleikana á næsta ári.


Meira
sunnudagurinn 7. september 2008

Pyslupartý á slökkvistöðinni

KAllarnir að grilla
KAllarnir að grilla
1 af 9

Pulsupartý var hjá slökkviliði B Á um síðustu helgi en þá var liðsmönnum og fjölskyldum þeirra boðið í pylsuveislu á slökkvistöðinni, enda tilefnið ærið þar sem nýji mannskaps-bíllinn, Tvisturinn (Bíll 2) , er kominn til landsins og í hús hjá BÁ.


Meira
fimmtudagurinn 4. september 2008

Innri vefur babubabu.is

Sækjið um aðgang neðst í hægra horni á forsíðu babubabu.is
Sækjið um aðgang neðst í hægra horni á forsíðu babubabu.is
ú er innrivefur babubabu.is tilbúinn - til þess að hann geti notið sín og þær upplýsingar sem þar verða settar komi að gagni, þurfa slökkviliðsmenn að sækja um aðgang í gegnum forsíðu www.babubabu.is, neðst í hægra horninu (sjá mynd). Aðgangur er síðan samþykktur eða hafnað af umsjónarmönnum síðunnar eða slökkvistjóra.
Meira
mánudagurinn 1. september 2008

Tvö útköll á innan við sólarhring

Á vettvangi á Suðurlandsvegi í nótt | Myndin er tekin á GSMsíma
Á vettvangi á Suðurlandsvegi í nótt | Myndin er tekin á GSMsíma

Slökkviliðið var kallað út laust eftir klukkan hálf eitt s.l. nótt eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í vélarrúmi vörubifreiðar sem var í akstri á Suðurlandsvegi við Þingborg. Þegar slökkvilið komu á vettvang  var ekki opinn eldur í bifreiðinni - en þó kraumaði í vélarrúminu. Slökkviliðsmenn slökktu glæður og gengu úr skugga um að ekki hlytist frekara tjón af.


Meira
Vefumsjón