sunnudagurinn 23. nóvember 2008

Erfitt að skipta um rafhlöðu í reykskynjara !

Trappa iðnaðarmannsins
Trappa iðnaðarmannsins
 Í gær hringdi eldri maður, búsettur á Selfossi, á slökkvistöðina og spurði hvort mögulegt væri að slökkviliðið gæti komið og skipt um rafhlöðu í reykskynjara sem væri farinn að "pípa".

Skynjarinn væri í stofunni og heldur hátt að ná til hans, rúmir fimm metrar.


Meira
Bjarni Ingimarsson
Bjarni Ingimarsson
Einn slökkviliðsmaður frá Brunavörnum Árnessýslu stundar nú nám á vegum Sjúkraflutningsskólans. Bjarni Ingimarsson, varðstjóri, hefur undanfarnar vikur stundað þetta nám í fjarkennslu og með því að sækja verklega kennslu til Reykjavíkur.
Meira
laugardagurinn 22. nóvember 2008

Slökkvilið Grindavíkur með nýja heimasíðu

Slökkviliðs Grindavíkur (www.slokkvilid.com)  hefur komið sér upp heimasíðu sem gaman er að skoða.
mánudagurinn 17. nóvember 2008

Ný slökkvistöð á Sefossi ?

Lítið er að frétta af flutningsmálum slökkviliðsins í nýja slökkvistöð á Selfossi.

Starfsmenn Nýja Glitnis hafa haft spurningu stjórnar Brunavarna Árnessýslu og forráðamanna Heilsugæslu Suðurlands til umhugsunar síðustu daga.


Meira
mánudagurinn 17. nóvember 2008

Neyðaraksturs-námskeið

Þórður Bogason
Þórður Bogason
1 af 5
Í síðustu viku fór fram hjá Brunavörnum Árnessýslu námskeið (fyrirlestur) um akstur neyðarbíla. Fimmtíu og tveir einstaklingar sóttu námskeiðið,  slökkviliðsmenn víða úr sýslunni og sjúkraflutningsmenn úr Árnes- og Rangárvallasýslu.
Meira
Vefumsjón