Venjubundin föstudagsæfing var haldin i gær framan við slökkvistöðina á Selfossi. Sjö slökkvilismenn voru á æfingunni en á henni var farið yfir búnað á báðum dælubílunum auk tankbílsins. Aldrei er of oft farið yfir búnaðinn því þegar mest á reynir er gott að hafa á hreinu hvar hlutirnir eru í bílunum þegar á þeim þarf að halda. Þá var einnig sett vatn í "sundlaugina" og prufað að dæla uppúr henni. Eins og ávalt var æfingin mjög gagnleg og gott þegar mannsakpurinn hittist til að bera saman bækur sínar.
Meira