Haraldur Stefánsson heiðraður Haraldur Stefánsson, fyrrverandi Slökkviliðsstjóri herstöðvarinnar og Keflavíkurflugvallar, varð mikils heiðurs aðnjótandi fyrr í þessum mánuði þegar Bandaríski sjóherinn valdi hann inn í "the Navy Fire and Emergency Services Hall of Fame".


Meira
miðvikudagurinn 1. október 2008

Norska aðferðin við björgun fólks úr bílum.

Bíllinn eftir áreksturinn.

Bíllinn eftir áreksturinn. mbl.is Júlíus

Innlent | mbl.is | 30.9.2008 | 15:11

Norska aðferðin heppnaðist 100%

Senda frétt Senda frétt Upplestur á frétt Upplestur á frétt Senda á Facebook Senda á Facebook Blogga um frétt Blogga um frétt

Íslenskir slökkviliðsmenn beittu svonefndri norskri aðferð við að toga í sundur jeppa á grind í fyrsta sinn í dag og gekk hún eins og best verður á kosið.

Bíllinn eftir að norsku aðferðinni hafði verið beitt.

Bíllinn eftir að norsku aðferðinni hafði verið beitt. mbl.is Júlíus

 

Norska aðferðin byggist á því að nota spil tækjabíla til að toga viðkomandi bíl í sundur í þeim tilgangi að ná sem fyrst til ökumanns eða farþega í bílnum eftir slys. Árni Ómar Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir að aðferðinni hafi verið beitt hérlendis á fólksbílum en ekki fyrr á grindarbíl.

Fyrir um tveimur vikum varð harður árekstur á Breiðholtsbraut þar sem tveir jeppar lentu saman. Engin slys urðu á fólki, en ef einhver hefði setið í framsætinu hægra megin í öðrum bílnum er ljóst að mjög illa hefði getað farið.

Árni Ómar segir að haft hafi verið samband við Tryggingamiðstöðina í þeim tilgangi að fá að nota norsku aðferðina á bílinn. TM hafi gefið slökkviliðinu bílinn og æfingin hafi miðast við það að einhver væri í framsætinu. „Aðferðin gekk upp á 10," segir Árni Ómar.      Heimild: Mbl.is

Fara til baka Til baka

þriðjudagurinn 30. september 2008

Eldur í fjósi í Rangárvallasýslu

Ágúst Rúnarsson, bóndi í Vestra-Fíflholti í Landeyjum, segir gríðarlegt tjón hafa orðið þegar um 140 af 200 nautgripum í útihúsum á bænum drápust í bruna í morgun.
Meira
föstudagurinn 26. september 2008

Öryggisbeltin bjarga !

Svona endaði æfingin
Svona endaði æfingin

Spennum beltin. Óhapp á flugvellinum í Atlanta

Okkur barst hér frétt af óhappi sem varð á þriðjudag á flugvellinum í Atlanta þegar flugvallarslökkvibifreið valt í æfingarútkalli.

Betur fór en á horfðist í fyrstu en enginn af áhöfn slasaðist. Allir voru í beltum. Þetta ábending til okkar allra að spenna beltin.
Skoðið fréttina en hún er af heimasíðu Firefighter close calls.com. Myndin er einnig tekin þaðan.


Meira
miðvikudagurinn 24. september 2008

Sólin kom í dag !!!!

Blessuð sólin
Blessuð sólin

Kl. 15.10 að staðartíma á Selfossi lét blessuð sólin svo lítið og kíkti á okkur eftir nær stöðugar rigningar með tilheyrandi skýjum.
Við slökkviliðsmenn óskum okkur öllum til hamingju og vonum að sólin hafi vinninginn næstu daga.


Meira
Vefumsjón