þriðjudagurinn 26. ágúst 2008

Nýr mannskapsbíll

Nýji Tvisturinn
Nýji Tvisturinn

Á næstu vikum kemur nýr mannskapsbíll til Brunavarna Árnessýslu. BÁ hefur keypt bílinn notaðan frá Þýskalandi og er von á honum til landsins með Norrænu um næstu mánaðamót. Bíllinn sem fengið hefur númerið 2 (Tvisturinn) en hugmyndir eru uppi um að setja í hann borð og bekki til að mannskapurinn hafi afdrep í vettvangsvinnu. Sex sæti eru í bílnum en að auki fylgja bekkir þannig að auðvelt er að breyta honum í 11 manna bíl.


Meira
sunnudagurinn 24. ágúst 2008

Eldur í sumarbústað í Ásgarðslandi

Mynd: Egill Bjarnason/Sunnlenska
Mynd: Egill Bjarnason/Sunnlenska
1 af 2

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út laust fyrir klukkan hálf níu á föstudagskvöldið eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í sumarbústað í Ásgarðslandi í Grímsnesi. Þar sem slökkviliðsmenn á helgarvakt voru við æfingar á stöðinni á Selfossi var viðbragðstími mjög skammur og voru sendir tveir dælubílar auk tankbíl á vettvang.


Meira
miðvikudagurinn 20. ágúst 2008

Tetra-söfnuninni lokið

Tetrastöð
Tetrastöð

Hópurinn sem stóð fyrir söfnun á Tetra-búnaði fyrir Brunavarnir Árnessnýslu hefur lokið því verki sem þeir lögðu uppúr með. Á dögunum var lagður inn á reikning Neyðarlínunnar 1-1-2, rekstrarkostnaður þeirra tetrastöðva sem safnast hafði fyrir, eða um

76.000 kr, sem dugar út þetta ár.


Meira
miðvikudagurinn 20. ágúst 2008

Mikill eldur í dekkjastæðu við Gangheiði

Mikill eldur logaði er slökkviliðsmenn bar að garði | mynd tekin á farsíma
Mikill eldur logaði er slökkviliðsmenn bar að garði | mynd tekin á farsíma
1 af 2

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út laust fyrir klukkan hálf þrjú í nótt vegna elds sem kom upp í dekkjastæðu sem stendur við Gangheiði á Selfossi. Þegar slökkvilið kom á vettvang logað mikill eldur í drekkjastæðunni. Fljóltlega gekk þó að slá á eldinn en til þess var notuð m.a. slökkvifroða . Eiginlegu slökkvistarfi var svo lokið rúmlega klukkustund eftir að útkall barst, en þá tók við frágangur og vinna við að hreinsa vettvang.


Meira
föstudagurinn 15. ágúst 2008

Breytingar hjá Brunamálaskólanum

Brunamálastofnun
Brunamálastofnun

Elísabet Pálmadóttir, Sviðsstjóri Slökkviliðasviðs Brunamálastofnunar, hefur beðist undan því að sinna starfi Skólastjóra Brunamálaskólans. Þessi ósk hennar hefur legið fyrir í nokkurn tíma og mun Björn Karlsson, brunamálastjóri, sinna skyldum skólastjóra þar til Skólaráð ákveður annað. Honum til aðstoðar verða Bernhard Jóhannesson og Pétur Valdimarsson.


Meira
Vefumsjón