mánudagurinn 11. ágúst 2008

Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi

mynd: julius@mbl.is
mynd: julius@mbl.is
1 af 2
Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út ásamt öllm öðrum tiltækum björgunaraðilum, eftir að tilkynnt hafði verið um alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi á móts við Kirkjuferju um klukkan 09:30 í morgun.
Meira
sunnudagurinn 10. ágúst 2008

Sumarbústaður gjörónýtur eftir bruna

Slökkvilið BÁ á æfingu / Úr myndasafni
Slökkvilið BÁ á æfingu / Úr myndasafni
1 af 2

Slökkvistarfi er lokið í Haukadal þar sem slökkviliðsmenn börðust við elda sem loguðu í sumarbústað skammt frá Geysi. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er húsið gjörónýtt. Það var hins vegar mannlaust og ekkert fólk var í hættu segir lögregla.


Meira
fimmtudagurinn 7. ágúst 2008

Gestir frá Prüm í Þýskalandi

Á morgun koma gestir til Brunavarna Árnessýslu, eru þar á ferðinni slökkviliðsmenn og eiginkonur þeirra.

Á vettvangi við Laugarás í dag / mynd: Brunavarnir Árnessýslu
Á vettvangi við Laugarás í dag / mynd: Brunavarnir Árnessýslu
1 af 3

Allt tiltækt lið slökkviliðs Brunavarna Árnessýslu var kallað út um klukkan 15:30 í dag. Tilkynnt hafði verið um lausan eld í íbúðarhúsi við Austurbyggð í Laugarási. Sendir voru af stað dælubílar frá Selfossi og frá Reykholti en fljótlega var ljóst að ekki var um mikinn eld að ræða og því var dælubíl frá Laugarvatni og tankbíl frá Selfossi snúið við.


Meira
laugardagurinn 2. ágúst 2008

Eldur í gróðri á Þingvöllum

Mynd tekin á vettvangi í fyrr í kvöld
Mynd tekin á vettvangi í fyrr í kvöld

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út vegna elds í gróðri í nágrenni við Kárastaði hjá Þingvöllum nú undir kvöld. Vegna takmarkaðra upplýsinga var ákveðið að senda dælubíla frá Selfossi og Laugarvatni og að auki tankbíl frá Selfossi. Þá var einnig sendur auka mannskapur. Þegar slökkvilið kom loks á vettvang var mönnum snúið við að hluta þar sem um minniháttar eld var að ræða.


Meira
Vefumsjón