laugardagurinn 20. september 2008

Varðstjórafundur

Mynd. frá Varðstjórafundi á Laugarvatni, haldinn í Tjaldmiðstöðinni. F.v. Halldór Hermannsson, Guðmundur B. Böðvarsson, varðst. Laugarvatni, Snorri Baldursson, vara.sl.stjóri, Kristján Einarsson, sl.stjóri, Einar Guðnason,varðst. Árnesi og Snorri Guðjónsson, varðst. Reykholti.
Mynd. frá Varðstjórafundi á Laugarvatni, haldinn í Tjaldmiðstöðinni. F.v. Halldór Hermannsson, Guðmundur B. Böðvarsson, varðst. Laugarvatni, Snorri Baldursson, vara.sl.stjóri, Kristján Einarsson, sl.stjóri, Einar Guðnason,varðst. Árnesi og Snorri Guðjónsson, varðst. Reykholti.
Rekstur slökkviliðs er ekki bara að bíða eftir útkalli.  Að mörgu þarf að hyggja í starfsemi slökkviliðs. Um það bil 60 slökkviliðsmenn eru skráðir hjá Brunavörnum Árnessýslu og fimm stöðvar eru starfræktar í sýslunni, þær eru á Selfossi, Stokkseyri, Laugarvatni, Reykholti og Árnesi.  Varðstjórar liðsins eru 7 talsins og gegn þeir stóru hlutverki í starfseminni.

Varðstjórafundir eru haldnir  þar sem farið er yfir öll mál liðsins og stöðvanna.

Einn slíkur var í síðustu viku þar sem húsnæðismál slökkviliðsins í uppsveitum var til umræðu. Á fundinn kom Halldór Hermannsson framkvæmdastjóri eignadeildar Bláskógabyggðar, en sveitarfélagið leigir BÁ húsnæði fyrir slökkviliðið.

Farið var yfir viðhaldsmál og fl.

 

 

laugardagurinn 20. september 2008

Nýjar talstöðvar !!!

Mynd tekin á farsíma
Mynd tekin á farsíma
1 af 2
 Unnið er að því hörðum höndum á slökkvistöð á Selfossi að tengja nýju Tetra og VHF talstöðvarnar. Snorri Baldursson, varaslökkviliðsstjóri hefur veg og vanda að því verki.

Um daginn fór hann með eitt bretti af talstöðvum upp á Laugarvatn til að koma því fyrir í slökkvibílnum þar. Guðmundur B. Böðvarsson varðstjóri var í stöðinni og brugðu þeir á leik og léku formlega afhendingu með tilheyrandi myndatöku, handabandi og brosi.

Þegar lokið hefur verið við uppsetningu stöðvanna er ljóst að verulegt átak hefur átt sér stað í fjarskiptamálum slökkviliðsins.

miðvikudagurinn 17. september 2008

Vatnavextir

Hér er heilmikið af vatni !!!
Hér er heilmikið af vatni !!!
 Það er vöxtur í fleiru en lánum af peningum þessa daga.

Leifar af storminum stóra sem geisað hefur í Ameríku létu til sín taka  s.l. nótt. (17.9.2008)

Rigningin var mikil og hafði þær afleiðingar að kjallari í nýrri íbúðarblokk á Selfossi stóð með 30 sm. djúpu vatni þegar að var gáð í morgun.

Slökkviliðið fór á staðinn með sinn öflugasta bíl og aðstoðuðu húseigendur við dælingu úr kjallaranum.   Tvær dælur eru fyrir í kjallaranum til að vinna á jarðvatninu en þær voru eitthvað lasnar og því fór sem fór. Allt fór þó vel að lokum og vatnavextir voru lækkaðir verulega.

Látum slökkviliðið í peningavextina líka  !!!

þriðjudagurinn 16. september 2008

Eldur í einbýlishúsi að Laugarvatni

Slökkvibíll BÁ Laugarvatni
Slökkvibíll BÁ Laugarvatni
 Um kl. 12.40 í dag (16.9.2008) kom tilkynning um eld í einbýlishúsi á Laugarvatni.

Slökkvilið BÁ á Laugarvatni kom fljótlega á eldstað,  kallað var á aðstoð frá Reykholti og Selfossi.

Fljótlega tókst að ráða niðurlögum eldsins en húsið er mikið skemmt.
Engin slys urðu á fólki.

Húsráðandi hafði brugðið sér af bæ í 30 mín og kom að húsinu alelda í eldhúsi og nærliggjandi rýmum.

Rannsókn beinist að tækjum í eldhúsi varðandi eldsupptök.
Tveir dælubílar komu á staðinn, frá Laugarvatni og Reykholti, að auki fór vatnsbíll og mannskapsbíll frá Selfossi af stað en var snúið við þar sem fljótlega tókst að vinna á eldinum.

U.þ.b. 15 slökkviliðsmenn unnu að slökkvistarfi.

þriðjudagurinn 16. september 2008

Brunamálaskólinn á Suðurlandi

Úr myndasafni BR
Úr myndasafni BR
 Brunamálaskólinn hélt námskeið í Þorlákshöfn um síðustu helgi  (12.-14. 09.2008)   fyrir slökkviliðsmenn á Suðurlandi.

Námskeiðið er annað af fimm námskeiðum sem slökkviliðsmenn þurfa að sækja til að öðlast full réttindi.  
Þrír slökkviliðsmenn frá BÁ sóttu námskeiðið, þeir Birgir Júlíus Sigursteinsson, Guðmundur Rúnar Jónsson og Jóhann Thorlakur M. Sigurðsson

Um er að ræða 30 kennslustunda námskeið, að því loknu skal nemandi m.a. vera hæfur til reykköfunar, hafa þekkingu á þróun innanhússbruna og yfirtendrun.

Vefumsjón