miðvikudagurinn 10. september 2008

Íslandsmót slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Brunavarnir Suðurnesja
Brunavarnir Suðurnesja

Deild LSS hjá Brunavörnum Suðurnesja í samstarfi við Félag starfsmanna Brunavarna Suðurnesja  halda Íslandsmót í knattspyrnu þann  25. október. Einnig er ætlunin að vera með keppni í; lyftingum, hreysti (þrautaþraut), sjómann og þríþraut (hlaupa, hjóla og synda). Mótið er eingöngu fyrir þá sem eru félagar í LSS og er tilvalin upphitun fyrir  Heimsleikana á næsta ári.


Meira
sunnudagurinn 7. september 2008

Pyslupartý á slökkvistöðinni

KAllarnir að grilla
KAllarnir að grilla
1 af 9

Pulsupartý var hjá slökkviliði B Á um síðustu helgi en þá var liðsmönnum og fjölskyldum þeirra boðið í pylsuveislu á slökkvistöðinni, enda tilefnið ærið þar sem nýji mannskaps-bíllinn, Tvisturinn (Bíll 2) , er kominn til landsins og í hús hjá BÁ.


Meira
fimmtudagurinn 4. september 2008

Innri vefur babubabu.is

Sækjið um aðgang neðst í hægra horni á forsíðu babubabu.is
Sækjið um aðgang neðst í hægra horni á forsíðu babubabu.is
ú er innrivefur babubabu.is tilbúinn - til þess að hann geti notið sín og þær upplýsingar sem þar verða settar komi að gagni, þurfa slökkviliðsmenn að sækja um aðgang í gegnum forsíðu www.babubabu.is, neðst í hægra horninu (sjá mynd). Aðgangur er síðan samþykktur eða hafnað af umsjónarmönnum síðunnar eða slökkvistjóra.
Meira
mánudagurinn 1. september 2008

Tvö útköll á innan við sólarhring

Á vettvangi á Suðurlandsvegi í nótt | Myndin er tekin á GSMsíma
Á vettvangi á Suðurlandsvegi í nótt | Myndin er tekin á GSMsíma

Slökkviliðið var kallað út laust eftir klukkan hálf eitt s.l. nótt eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í vélarrúmi vörubifreiðar sem var í akstri á Suðurlandsvegi við Þingborg. Þegar slökkvilið komu á vettvang  var ekki opinn eldur í bifreiðinni - en þó kraumaði í vélarrúminu. Slökkviliðsmenn slökktu glæður og gengu úr skugga um að ekki hlytist frekara tjón af.


Meira
þriðjudagurinn 26. ágúst 2008

Nýr mannskapsbíll

Nýji Tvisturinn
Nýji Tvisturinn

Á næstu vikum kemur nýr mannskapsbíll til Brunavarna Árnessýslu. BÁ hefur keypt bílinn notaðan frá Þýskalandi og er von á honum til landsins með Norrænu um næstu mánaðamót. Bíllinn sem fengið hefur númerið 2 (Tvisturinn) en hugmyndir eru uppi um að setja í hann borð og bekki til að mannskapurinn hafi afdrep í vettvangsvinnu. Sex sæti eru í bílnum en að auki fylgja bekkir þannig að auðvelt er að breyta honum í 11 manna bíl.


Meira
Vefumsjón