Á vettvangi við Laugarás í dag / mynd: Brunavarnir Árnessýslu
Á vettvangi við Laugarás í dag / mynd: Brunavarnir Árnessýslu
1 af 3

Allt tiltækt lið slökkviliðs Brunavarna Árnessýslu var kallað út um klukkan 15:30 í dag. Tilkynnt hafði verið um lausan eld í íbúðarhúsi við Austurbyggð í Laugarási. Sendir voru af stað dælubílar frá Selfossi og frá Reykholti en fljótlega var ljóst að ekki var um mikinn eld að ræða og því var dælubíl frá Laugarvatni og tankbíl frá Selfossi snúið við.


Meira
laugardagurinn 2. ágúst 2008

Eldur í gróðri á Þingvöllum

Mynd tekin á vettvangi í fyrr í kvöld
Mynd tekin á vettvangi í fyrr í kvöld

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út vegna elds í gróðri í nágrenni við Kárastaði hjá Þingvöllum nú undir kvöld. Vegna takmarkaðra upplýsinga var ákveðið að senda dælubíla frá Selfossi og Laugarvatni og að auki tankbíl frá Selfossi. Þá var einnig sendur auka mannskapur. Þegar slökkvilið kom loks á vettvang var mönnum snúið við að hluta þar sem um minniháttar eld var að ræða.


Meira
sunnudagurinn 20. júlí 2008

Eldur að Holti

Tveir reykkafarar ný komnir út úr húsinu
Tveir reykkafarar ný komnir út úr húsinu
1 af 3
Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað ut laus eftir klukkan 14:00 eftir að tilkynning barst til Neyðarlínunnar 1-1-2 um að eldur væri laus í íbúðarhúsinu að Holti sem er í Stokkseyrarhrepp. Er slökkvilið kom á vettvang var eldur enn laus á neðstu hæð hússins.

Meira
laugardagurinn 19. júlí 2008

Venjubundin föstudagsæfing

Sundlaugin tekur tæplega 10 þusund lítra
Sundlaugin tekur tæplega 10 þusund lítra
1 af 8

Venjubundin föstudagsæfing var haldin i gær framan við slökkvistöðina á Selfossi. Sjö slökkvilismenn voru á æfingunni en á henni var farið yfir búnað á báðum dælubílunum auk tankbílsins.  Aldrei er of oft farið yfir búnaðinn því þegar mest á reynir er gott að hafa á hreinu hvar hlutirnir eru í bílunum þegar á þeim þarf að halda. Þá var einnig sett vatn í "sundlaugina" og prufað að dæla uppúr henni. Eins og ávalt var æfingin mjög gagnleg og gott þegar mannsakpurinn hittist til að bera saman bækur sínar.


Meira
laugardagurinn 5. júlí 2008

Varðstjóramál - breytingar

Ólafur Kristmundsson í kaffipásu
Ólafur Kristmundsson í kaffipásu
Ólafur Kristmundsson, varðstjóri á Selfossi hefur ákveðið að hætta sem varðstjóri. Hann ætlar þó ekki að hætta í slökkviliðinu og vill starfa áfram án þeirrar ábyrgðar sem fylgir varðstjórastarfinu. Ólafur er einn okkar besti félagi og góður varðstjóri og slökkviliðsmaður, hann hefur verið í liðinu í fjöldamörg ár.
Meira
Vefumsjón