Slökkviliðsmönnum hjá Brunavörnum Árnessýslu var heldur betur komið á óvart um daginn þegar Svala Þrastardóttir, slökkviliðsmaður rogaðist inn á kaffistofu slökkviliðsins á Selfossi með tvo stóra kassa. Kassarnir höfðu að geyma 75 kaffibolla með merki BÁ og númeri hvers slökkviliðsmanns í liðinu.

Meira
laugardagurinn 5. júlí 2008

Föstudagsæfing

1 af 4

Yfir sumarmánuðina standa slökkviliðsmenn bakvaktir frá föstudegi til mánudags og var fyrsta helgin í júlí engin undantekning þar á enda ein stærsta ferðahelgi ársins. Í upphafi bakvaktar mæta menn á stöð og þá er haldin æfing þar sem menn fara yfir búnað, vinnubrögð og vinnuferla enda aldrei of sjaldan tekið á hlutunum.


Meira
mánudagurinn 23. júní 2008

Slökkviliðsmenn gefa BÁ Tetra talstöðvar

Einar Örn Arnarsson, Þórir Tryggvason og Börkur Brynjarsson, söfnuðu fyrir Tetra-talstöðvum
Einar Örn Arnarsson, Þórir Tryggvason og Börkur Brynjarsson, söfnuðu fyrir Tetra-talstöðvum

Þrír slökkvilismenn úr slökkviliði Brunavarna Árnessýslu tóku sig til og hófu söfnun fyrir slökkviliðið til kaupa á Tetra talstöðvum. Tetra fjarskiptakerfið er í dag að talstöðvarkerfi sem flestir viðbragðsaðilar eru farnir að nota og þykir það öruggasta fjarskiptakerfið á landinu, og jafnvel í heiminum í dag, og sannaði það sig og stóðst það undir væntingum í jarðskjálftunum 29. maí s.l.


Meira
miðvikudagurinn 18. júní 2008

Hæ hó og jibbí jei

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn sýna hvernig klippivinna fer fram
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn sýna hvernig klippivinna fer fram
1 af 4

17 júní var haldinn hátíðlegur í Árnessýslu ein og víðs vegar annars staðar í gær. Á Selfossi er venja að viðbragðsaðilar bjóði almenningi og koma í heimsókn og kynna sér stöf og tækjabúnað þeirra.

Í gær var engin undantekning og var fólki boðið að koma og skoða nýju björgunarmiðstöðina sem nú er í smíðum. Bílafloti slökkviliðs og sjúkraliðs var á staðnum og fengu ungir sem aldnir að skoða tækin.
Þá var sett á svið umferðarslys þar sem slökkviliðmenn þurftu að beita klippum til að ná ökumanni út og voru sjúkraflutningamenn til staðar sem sinntu hinum "slasaða". 

Þá var karamellum kastað úr körfubíl slökkviliðsins við FSu að viðstöddu fjölmenni og voru margir sem gæddu sér að þeim þegar náðist til þeirra,

sunnudagurinn 15. júní 2008

Tvö eldútköll hjá BÁ

Bílhræ eftir bruna - myndin tengist á engan hátt brunanum í morgun
Bílhræ eftir bruna - myndin tengist á engan hátt brunanum í morgun

Tvisvar í dag var slökkvilið Brunavarna Árnessýslu kallað úr vegna elds. Rétt eftir klukkan 7 í morgun var slökkvilið kallað að réttingarverkstæði við Gangheiði vegna elds í tveimur bílum.

Bifreiðarnar gjöreyðilögðust í eldinum og ein skemmdist. Talið er að kveikt hafi verið í þeim.


Meira
Vefumsjón