miðvikudagurinn 18. júní 2008

Hæ hó og jibbí jei

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn sýna hvernig klippivinna fer fram
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn sýna hvernig klippivinna fer fram
1 af 4

17 júní var haldinn hátíðlegur í Árnessýslu ein og víðs vegar annars staðar í gær. Á Selfossi er venja að viðbragðsaðilar bjóði almenningi og koma í heimsókn og kynna sér stöf og tækjabúnað þeirra.

Í gær var engin undantekning og var fólki boðið að koma og skoða nýju björgunarmiðstöðina sem nú er í smíðum. Bílafloti slökkviliðs og sjúkraliðs var á staðnum og fengu ungir sem aldnir að skoða tækin.
Þá var sett á svið umferðarslys þar sem slökkviliðmenn þurftu að beita klippum til að ná ökumanni út og voru sjúkraflutningamenn til staðar sem sinntu hinum "slasaða". 

Þá var karamellum kastað úr körfubíl slökkviliðsins við FSu að viðstöddu fjölmenni og voru margir sem gæddu sér að þeim þegar náðist til þeirra,

sunnudagurinn 15. júní 2008

Tvö eldútköll hjá BÁ

Bílhræ eftir bruna - myndin tengist á engan hátt brunanum í morgun
Bílhræ eftir bruna - myndin tengist á engan hátt brunanum í morgun

Tvisvar í dag var slökkvilið Brunavarna Árnessýslu kallað úr vegna elds. Rétt eftir klukkan 7 í morgun var slökkvilið kallað að réttingarverkstæði við Gangheiði vegna elds í tveimur bílum.

Bifreiðarnar gjöreyðilögðust í eldinum og ein skemmdist. Talið er að kveikt hafi verið í þeim.


Meira
fimmtudagurinn 12. júní 2008

Æfing slökkviliðsmanna

Slökkviliðsmenn mættu til æfingar á slökkvistöðina á Selfossi í gær. Ýmislegt var tekið fyrir og má þar nefna nýja "sundlaug" sem er í tankbílnum og vinna við dælubílanna. Æfingin gekk vel og var góð mæting.
þriðjudagurinn 3. júní 2008

Varðstjórabíll slökkviliðsins

Varðstjórar slökkviliðsins við nýja varðstjórabílinn.
Varðstjórar slökkviliðsins við nýja varðstjórabílinn.

Fyrir nokkrum misserum fengu varðstjórar Brunavarna Árnessýslu afhenta bifreið til noktunar á vöktum. Eftirfarnadi frétt vegna þessa birtist í Dagskránni.

"Vegfarendur um Selfoss hafa tekið eftir því að stundum bregður fyrir rauðum bíl merktur slökkviliðinu í bak og fyrir.

Hér er á ferðinni nýr bíll á vegum Brunavarna Árnessýslu sem ætlaður er fyrir varðstjóra slökkviliðsins í neðri hluta Árnessýslu.


Meira
mánudagurinn 2. júní 2008

Suðurlandsskjálfti

Ingólfsfjall hvarf í ryki í skjálftanum
Ingólfsfjall hvarf í ryki í skjálftanum
1 af 4
Mjög harður jarðskjálfti varð klukkan 15.45 s.l. fimmtudag. Skjálftinn átti upptök sín á Suðurlandi, suðvestur í Ingólfsfjalli í nágrenni Selfoss og mældist 6,3 á Richterskvarða. Það er svipaður styrkleiki og á Suðurlandsskjálftunum árið 2000 sem mönnum eru enn í fersku minni. Skjálftinn var geysiharður á Selfossi og í Hveragerði þar sem munir hrundu úr hillum og húsgögn færðust úr stað. Almannavarnir hafa tilkynnt um hæsta viðbúnaðarstig í nágrenni við skjálftann og björgunarsveitir hafa verið sendar á svæðið þar sem búist er við eftirskjálfta.  Fólk er vinsamlegast beðið að nota síma sem allra minnst nema nauðsyn krefji, þar sem mikið álag er á símakerfið. Auk þess er fólk á Selfossi og í Hveragerði beðið um að halda sig utandyra þar sem þess er kostur. Gríðarleg rigulreið skapaðist á Suðurlandi og meðan skjálftinn reið yfir horfði fólk uppá Ingólfsfjall hverfa í ryki þegar ósköðin dundu yfir.
Meira
Vefumsjón