þriðjudagurinn 3. júní 2008

Varðstjórabíll slökkviliðsins

Varðstjórar slökkviliðsins við nýja varðstjórabílinn.
Varðstjórar slökkviliðsins við nýja varðstjórabílinn.

Fyrir nokkrum misserum fengu varðstjórar Brunavarna Árnessýslu afhenta bifreið til noktunar á vöktum. Eftirfarnadi frétt vegna þessa birtist í Dagskránni.

"Vegfarendur um Selfoss hafa tekið eftir því að stundum bregður fyrir rauðum bíl merktur slökkviliðinu í bak og fyrir.

Hér er á ferðinni nýr bíll á vegum Brunavarna Árnessýslu sem ætlaður er fyrir varðstjóra slökkviliðsins í neðri hluta Árnessýslu.


Meira
mánudagurinn 2. júní 2008

Suðurlandsskjálfti

Ingólfsfjall hvarf í ryki í skjálftanum
Ingólfsfjall hvarf í ryki í skjálftanum
1 af 4
Mjög harður jarðskjálfti varð klukkan 15.45 s.l. fimmtudag. Skjálftinn átti upptök sín á Suðurlandi, suðvestur í Ingólfsfjalli í nágrenni Selfoss og mældist 6,3 á Richterskvarða. Það er svipaður styrkleiki og á Suðurlandsskjálftunum árið 2000 sem mönnum eru enn í fersku minni. Skjálftinn var geysiharður á Selfossi og í Hveragerði þar sem munir hrundu úr hillum og húsgögn færðust úr stað. Almannavarnir hafa tilkynnt um hæsta viðbúnaðarstig í nágrenni við skjálftann og björgunarsveitir hafa verið sendar á svæðið þar sem búist er við eftirskjálfta.  Fólk er vinsamlegast beðið að nota síma sem allra minnst nema nauðsyn krefji, þar sem mikið álag er á símakerfið. Auk þess er fólk á Selfossi og í Hveragerði beðið um að halda sig utandyra þar sem þess er kostur. Gríðarleg rigulreið skapaðist á Suðurlandi og meðan skjálftinn reið yfir horfði fólk uppá Ingólfsfjall hverfa í ryki þegar ósköðin dundu yfir.
Meira
fimmtudagurinn 22. maí 2008

Sinubruni við Tjarnarbyggð

Ljósmynd ÁÞ af vefsíðu Landgræðslu ríkisins.
Ljósmynd ÁÞ af vefsíðu Landgræðslu ríkisins.

Um klukkan 14:20 í dag var slökkvilið Brunavarna Árnessýslu kallað að búgarðabyggðinni í Tjarnarbyggð, sem er á milli Selfoss og Eyrarbakka, vegna sinu. Ekki var um mikinn eld að ræða og var búið að slökkva eldinn tæpum 25 mínútum eftir að útkallið barst.


Meira
miðvikudagurinn 14. maí 2008

Aksturs æfing

Slökkviliðsmenn BÁ mættu til æfingar á slökkvistöðinni á Selfossi í kvöld í þeim tilgangi að æfa sig á nýrri bifreið slökkviliðsins. Nýji bíllinn sem er af tegundinni Renault Kerax 420.19 er með drif á öllum hjólum, tvöfalt ökumanns hús, 4000 l. vatnstank og 7 skápum sem hafa að geyma þau tæki og tól sem slökkviliðsmenn nota við störf sín.


Meira
miðvikudagurinn 14. maí 2008

Bygging björgunarmiðstöðvarinnar gengur vel

Björgunarmiðstöðin snemma í byggingarferlinu - Mynd: Þórir Tryggvason
Björgunarmiðstöðin snemma í byggingarferlinu - Mynd: Þórir Tryggvason
1 af 2

Nýja björgunarmiðstöðina rís hratt þessa dagana og er nú er svo komið að búið er að loka húsinu, reisa milliveggi og menn eru byrjaði að flísaleggja skemmurnar. Allir þeir sem vinna að byggingunni leggjast á eitt að geta sýnt hana almenningi þann 17. júní n.k.  Áður voru menn orðinir langeygir eftir því að komast inn í húsið á þessu ári en vonin hefur breyst mikið og lítur svo út að hægt verði að taka húsið formlegaí notkun á áætluðum tíma.


Meira
Vefumsjón