1 af 4

Erlendir ferðamenn óku á járnplötu sem lá á Skeiðavegi í gær með þeim afleiðingum að platan gataði eldsneytistank bifreiðarinnar. Um 50 lítrar af dísilolíu láku af bílnum á veginn vegna þessa og því þurfti að loka veginum um tíma meðan slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu hreinsuðu veginn. 

Ferðamennirnir brugðust hárrétt við atvikinu, stöðvuðu bifreiðina strax eftir höggið og reyndu að koma í veg fyrir frekari leka frá eldsneytistanknum á götuna. 

Ekki stóð á ferðamönnunum að hjálpa slökkviliðsmönnunum við upphreinsunina og kunnum við þeim okkar bestu þakkir fyrir liðlegheitin!! 

Almannavarnavika er nú í Hrunamannahrepp þar sem Víðir Reynisson, starfsmaður lögreglunnar á Suðurlandi og Almannavarna ver fjórum dögum á svæðinu til fundarhalda, skrafs og ráðagerða með ýmsum lykilaðilum innan sveitarfélagsins. 

Í gærkvöldi var haldin fundur með viðbragðsaðilum á svæðinu þar sem Kjartan Þorkelsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi og Víðir héldu erindi um starfsemi lögreglunnar og Almannavarna. 

Í lok fundarins var "hugarflugs" vinna framkvæmd af fundarmönnum við greiningu þeirra atburða er mögulega gætu raskað samfélaginu á einhvern hátt. 

Fundurinn var vel sóttur, gagnlegur og í alla staði vel heppnaður. Almannavarnavikunni í Hrunamannahrepp lýkur síðan á íbúafundi næstkomandi fimmtudagskvöld,28.september, klukkan 20:00 í félagsheimilinu á Flúðum. 

1 af 4

Félag skógareigenda á Suðurlandi héldu áhugaverðan fund síðastliðin laugardag um skipulag brunavarna í skógum. Þetta var fyrsti félagsfundur vetrarins og var hann haldin í Gunnarsholti. 

Á fundinum héldu erindi þeir Björn B. Jónsson frá skógræktinni um skipulag brunavarna í skógi og fyrirbyggjandi að gerðir, Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu hélt erindi um skipulag- og viðbúnað slökkviliðs komi til skógarelda og Hannes Lentz hélt erindi um tryggingar á skógi. 

Virkilega áhugaverður fundur um málefni sem vert er að huga að. 

Brunavarnir Árnessýslu hafa tekið í notkun nýjan búnað til slökkvitækja kennslu. Búnaðurinn notar gas sem eldgjafa en áður hefur dísilolía verið notuð til þessara verka með tilheyrandi mengun. 

Búnaðurinn er einfaldur í notkun fyrir leiðbeinandann, mengar mun minna auk þess sem minna af slökkviefni þarf til kennslunnar sem aftur leiðir til minni óþrifa og mengunar. 

Heimsleikar slökkviliðs og lögreglumanna (World Police and Fire Games) sem hófust 7. ágúst síðastliðinn enduðu í gær með glæsilegri lokahátíð.

Heimsleikarnir eru alþjóðleg íþróttakeppni sem haldin er á tveggja ára fresti. Að þessu sinni var hún haldin í Los Angeles í Bandaríkjunum en keppnin hefur verið haldin út um allan heim síðastliðin ár en gaman er að segja frá því að næstu leikar verða haldnir í Chengdu í Kína 2019.

Heimsleikarnir eru annar stærsti íþróttaviðburður í heimi á eftir Ólympíuleikunum en þúsundir keppenda frá um 70 þjóðum sem starfa við löggæslu, slökkvistörf, tollaeftirlit, fangavörslu eða landhelgisgæslu koma þar saman til þess að keppa í meira en 60 íþróttagreinum.

Keppendur frá Íslandi hafa tekið þátt í þessum leikum um árabil en þetta er í annað sinn sem keppandi frá Brunavörnum Árnessýslu tekur þátt.

Okkar maður Ingvar Sigurðsson slökkviliðsmaður hjá BÁ keppti í stigahlaupi þar sem keppendur þurftu að hlaupa upp 63. hæða háhýsi í fullum slökkviliðsgalla ásamt reykköfunartækjum. 

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af okkar keppanda og heimsleikunum í LA.

 

Vefumsjón