Haukur Grönli þriðjudagurinn 4. apríl 2017

Vegöxl gefur sig undan rútu

1 af 2

 

 

Seinni part sunnudagsins síðastliðinn fór rúta út af veginum í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Rútan sem var með 45 farþega um borð var að mæta bíl þega kanturinn á veginum gaf sig með þeim afleiðingum að rútan stöðvaðist í miklum halla og hefði getað farið á hliðina ef ekki hefði verið fyrir rétt viðbrögð bílstjórans.

Allir farþegar komust út úr rútunni heilir á húfi en rútan stóð tæpt og því þurfti að draga hana upp. Farþegarúta getur verið með uppundir 300L af eldsneyti og voru af þeim sökum slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu kallaðra út til að tryggja vettvang.

Rútan var dregin upp af vörubíl sem er notaður til slíkra verka auk þess sem vinnuvél tryggði að rútan færi ekki niður að aftan með því að setja keðju í aftur hjól rútunnar og festa hana í vinnuvélina. 

Sem betur fer slasaðist engin og ekki varð umhverfisslys en vissara er að fara að öllu með gát. 

Haukur Grönli þriðjudagurinn 4. apríl 2017

Logaði upp úr reykröri

Slökkviliðsmenn fóru upp á svalir til að komast að reykrörinu
Slökkviliðsmenn fóru upp á svalir til að komast að reykrörinu
1 af 4

 

Það var nóg að gera hjá Brunavörnum Árnessýslu og öðrum viðbragðsaðilum Árnessýslu um nýliðna helgi.

Síðar sama dag og eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Selfossi, stóðu logar upp úr reykröri á Kaffi Krús. Reykrörið er frá eldofni sem er notaður til að eldbaka pizzur. Logarnir náðu í þakskegg hússins og vegg en vegna frábærra viðbragða starfsfólks og gesta þá tókst að slá á eldinn með fjórum slökkvitækjum.

...

Segja má að Brunavarnir Árnessýslu hafð brugðist hratt við, slökkviliðsmenn voru komnir rétt um 90 sekúndum eftir að útkallið kom. Það skýrist af hluta af því að margir af mönnum Brunavarna Árnessýslu eru einnig starfandi hjá sjúkraflutningum HSU, tveir af þeim voru á vakt í þetta skiptið og gátu því mannað dælubílinn. Brunavarnir Árnessýslu eru með líkamsræktaraðstöðu í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi og það er gaman að segja frá því að þriðji maðurinn sem mannaði dælubílinn var að æfa þar. Fljótlega dreif að fleiri slökkviliðsmenn frá BÁ sem mönnuðu fleiri tæki BÁ, til að mynda körfubílinn.

Þegar slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu komu á vettvang fór tími þeirra í að slökkva í glæðum og gera gat á veggi og loft til að tryggja að ekki leyndist glóð sem gæti kveikt aftur í. Það er þannig með gömul timburhús að glóð getur leynst í veggjum eða einangrun.

Enn og aftur komu innrauðu myndavélarnar okkar að góðum notum þar sem að við getum staðfest betur hvar hiti leynist í veggjum og getum því takmarkað rif og skemmdir á húsinu. Þegar að starfi var lokið voru tveir slökkviliðsmenn á vakt í tvær klukkustundir til að tryggja að ekki væri hætta á að eldur myndi taka sig upp aftur.

Haukur Grönli mánudagurinn 3. apríl 2017

Eldur í Iðnaðarhúsnæði 01.04.17.

1 af 2

Tilkynnt var um eld í iðnaðarhúsnæði við Austurveg síðastliðinn laugardag.

Þegar Brunavarnir Árnessýslu komu á staðinn höfðu starfsmenn Vélaverkstæðis Þóris slökkt eldinn. Upphafsstaður eldsins var í vegg á verkstæðinu og notuðu slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu svokallaðar Innrauðar myndavélar til að staðsetja hvar mesti hitinn var, þar opnuðu þeir vegginn og slökktu í glæðunum.

Betur fór en á horfðist og er það enn og aftur því að þakka að á staðnum er öflugt brunaviðvörunarkerfi og því var hægt að bregðast svo fljótt við.

Pétur Pétursson fimmtudagurinn 30. mars 2017

Sýnileiki, sýnileiki og aftur sýnileiki!!

1 af 2

Brunavarnir Árnessýslu stefna að því að öll þeirra forgangstæki verði merkt í svokölluðum Battenburg merkingum innan skamms. 

Það er ljóst að ekki bera allir sama fegurðarskyn á merkingarnar en fegurð er ekki það sem málið snýst um. Merkingarnar eru fyrst og fremst til þess að auka öryggi björgunaraðila og borgara. Hinn almenni borgari verður mun betur var við þessi tæki í umferðinni með þessum merkingum ásamt forgangsljósabúnaði bílanna og hefur því enn betri tíma til þess að víkja ef á þarf að halda. Gríðarsterkt endurskin er í merkingunum og lýsast tækin nánast upp í myrkri sé á þau lýst með bílljósum. 

Ekki má heldur gleyma því að þegar bílslys verða og tæki slökkviliðs sem merkt eru á þennan hátt eru notuð til þess að skýla slysavettvangi, stundum í slæmu skyggni og myrkri, minnka enn líkurnar á að aðvífandi umferð keyri inn í vettvanginn með tilheyrandi afleiðingum fyrir þá sem þar starfa og þeirra sem eru hjálparþurfi.  

Slökkvilið, lögregla og sjúkraflutningar á suðurlandi hafa komið sér saman um að æðstu stjórnendur þeirra á stærri vettvöngum klæðist hvítum vestum til aðgreiningar. Er þetta gert til þess að auðvelda og skýra alla vinnu í kringum ákvarðanatöku á vettvangi og spara þar með tíma sem reynist oft dýrmætur þegar mikið liggur við. 

Í flestum tilfellum munu stjórnendur þessara viðbragðsaðila halda sig nálægt hver öðrum til þess að samræma alla ákvarðanatöku á sem skilvirkastan hátt og stytta boðleiðir. 

Brunavarnir Árnessýslu hafa tekið vestisvæðinguna skrefi lengra og hefur vakthafandi varðstjóri hjá þeim um nokkurt skeið klæðst rauðu vesti á vettvangi, stjórnandi reykkafara appelsínugulu og munu dælustjórar slökkviliðsins klæðast bláum vestum. Allt er þetta gert til þess að auka sjónrænt aðgengi á sem árangursríkastan hátt til þess að lágmarka þann tíma sem getur farið í að leita að viðkomandi aðila þegar á þarf að halda.

Vefumsjón