Pétur Pétursson þriðjudagurinn 28. mars 2017

Æfingar með hluta af vatnsflutningabílum BÁ

1 af 2

Það er víst jafn mikilvægt að viðhalda þekkingu og að ná sér í nýja. Hér tóku nokkrir öflugir slökkvarar sig saman til þess að æfa samkeyrslu vatnsöflunarbíla en eins og gefur að skilja er vatnsöflun eitt af mikilvægustu störfum slökkviliðsmanna. Ekki er alltaf hægt að treysta á að nægt slökkvivatn sé til staðar og því þarf öflug tæki til þess að flytja vatn að slökkvistað oft á tíðum.

1 af 2

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Þorlákshöfn komu saman ásamt IR-myndavélaleiðbeinendum BÁ til þess að fræðast um gagnsemi þeirra við björgunarstörf. 

Þetta var síðasta æfingin af þessu tagi í mánuðinum en í apríl verða haldnar framhaldsæfingar í notkun IR-myndavélanna þar sem fræði og verkleg kunnátta verða tengd betur saman. 

Pétur Pétursson þriðjudagurinn 28. mars 2017

Æfing í Búrfellsvirkjun 25.3.2017

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu ásamt undanförum í Árnessýslu æfðu björgun úr þröngum rýmum og reykköfun í samstarfi við Landsvirkjun og Landsnet síðastliðin laugardag. Æfingin byrjaði á fyrirlestri frá Landsnetsmönnum þar sem björgunaraðilar voru fræddir um spennuvirki og helstu hættur er að þeim lúta. Virkjunarmannvirki Búrfellsstöðvar voru síðan skoðuð með tilliti til björgunaraðgerða og að lokum var keyrð verkleg æfing sem gekk út á að sprenging hefði orðið í spennuvirki. Reykkafarar leituðu mannvirkið og fundu tvo menn sem bjarga þurfti út. Annar mannanna var við þannig aðstæður að óskað var eftir sérhæfðum línumönnum vegna björgunarinnar og brugðust undanfarar í Árnessýslu hratt við því kalli og leystu verkefnið á snaran en jafnframt fagmannlegan hátt. 

Virkilega flott æfing sem allir geta gengið sáttir frá. 

1 af 4

Í gær var eldvarnaeftirlitsmaður frá brunavörnum Árnessýslu á leið úr eldvarnaskoðun í uppsveitum Árnessýslu þegar hann ók fram á mikið magn af málningu sem farið  hafði niður á veginn fyrir ofan Þrastalund í Þrastarskógi.  

Við nánari skoðun kom í ljós að fjórar fötur með samtals 40 lítrum af málningu höfðu farið af bíll sem átti þarna leið um og vegurinn því orðin hvítur og fjólublár á nokkuð stórum kafla. Margir bílar höfðu ekið í málninguna og dreift henni um nokkuð langan vegkafla.  

Slökkviliðsmenn ásamt tækjabúnaði frá Selfosseiningu Brunavarna Árnessýslu var sendur á vettvang til þess að hreinsa veginn en ekki er ólíklegt að talsverða málningu sé að finna á þeim bifreiðum sem keyrðu yfir flekkinn fyrir hreinsun. Hreinsunarstarfið tók um tvær klukkustundir og urðu nokkrar tafir á umferð meðan á því stóð.

Unna Björg Ögmundsdóttir fimmtudagurinn 23. mars 2017

Facebook síða Brunavarna Árnessýslu

Eftir skemmtilega umfjöllun á Rás2 í morgun um heimasíðu okkar langar okkur að benda á facebook síðu Brunavarna Árnessýslu www.facebook.com/babubabu.is en þar erum við enn duglegri að setja inn fréttir af starfsemi okkar. Endilega líkið við síðuna og fylgist með okkur.

Vefumsjón