E-vaktin hjá Brunavörnum Árnessýslu brá undir sig betri fætinum í hádeginu í dag og fór út að borða. Fyrir valinu varð veitingastaðurinn í Þrastalundi þar sem bornar voru fram fyrirmyndar eldbakaðar flatbökur sem glöddu svanga maga. Tilefnið var ærið en tveir meðlimir af E-vaktinni voru formlega að ljúka eldvarnaeftirlitsnámi frá Brunamálaskóla Mannvirkjastofnunar og munu í framhaldi af því taka stöðu verkefnastjóra á forvarnasviði BÁ. Við þessi tímamót voru þeim Unnu Björg Ögmundsdóttur og Þórarni Magnússyni formlega afhent útskriftarplögg frá Brunamálaskólanum auk þess sem tignarmerki á öxlum þeirra voru uppfærð til samræmis við nýjar starfsstöður. 

1 af 3

Umtalsverður gufuleki varð í Skiljuvatnslokahúsi í Hellisheiðarvirkjun um klukkan hálf tólf í dag. Þarna hafði pakkning í krana á gufulögn gefið sig með þeim afleiðingum að sjóðandi heit gufa sprautaðist inn í rýmið. Tveir menn voru við vinnu í húsnæðinu þegar að atvikið varð en þeir komust út af sjálfsdáðum án nokkurra meiðsla. 

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu fóru á þak byggingarinnar með körfubíl til þess að opna fyrir lúgur svo hægt væri að hleypa mest allri gufunni út. Í framhaldi voru síðan reykkafarar sendir inn í rýmið til þess að loka fyrir kranann. Kraninn sem um ræðir er gríðar stór og tekur það bæði mikið afl og tíma að loka fyrir hann handvirkt. Það varð því slökkviliðsmönnunum mikið gleðiefni að komast að því að komin væri rafrænn búnaður í virkjunina sem reykkafarar gátu tekið með sér inn í rýmið og notað til þess að loka fyrir umræddan krana. 

Að vanda voru störf slökkviliðsmanna Brunavarna Árnessýslu á starfssvæði virkjunarinnar unnin í fullu samstarfi við starfsmenn Hellisheiðarvirkjunar og lauk störfum á vettvangi um klukkan hálf þrjú í dag. 

Haukur Grönli þriðjudagurinn 4. apríl 2017

Vegöxl gefur sig undan rútu

1 af 2

 

 

Seinni part sunnudagsins síðastliðinn fór rúta út af veginum í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Rútan sem var með 45 farþega um borð var að mæta bíl þega kanturinn á veginum gaf sig með þeim afleiðingum að rútan stöðvaðist í miklum halla og hefði getað farið á hliðina ef ekki hefði verið fyrir rétt viðbrögð bílstjórans.

Allir farþegar komust út úr rútunni heilir á húfi en rútan stóð tæpt og því þurfti að draga hana upp. Farþegarúta getur verið með uppundir 300L af eldsneyti og voru af þeim sökum slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu kallaðra út til að tryggja vettvang.

Rútan var dregin upp af vörubíl sem er notaður til slíkra verka auk þess sem vinnuvél tryggði að rútan færi ekki niður að aftan með því að setja keðju í aftur hjól rútunnar og festa hana í vinnuvélina. 

Sem betur fer slasaðist engin og ekki varð umhverfisslys en vissara er að fara að öllu með gát. 

Haukur Grönli þriðjudagurinn 4. apríl 2017

Logaði upp úr reykröri

Slökkviliðsmenn fóru upp á svalir til að komast að reykrörinu
Slökkviliðsmenn fóru upp á svalir til að komast að reykrörinu
1 af 4

 

Það var nóg að gera hjá Brunavörnum Árnessýslu og öðrum viðbragðsaðilum Árnessýslu um nýliðna helgi.

Síðar sama dag og eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Selfossi, stóðu logar upp úr reykröri á Kaffi Krús. Reykrörið er frá eldofni sem er notaður til að eldbaka pizzur. Logarnir náðu í þakskegg hússins og vegg en vegna frábærra viðbragða starfsfólks og gesta þá tókst að slá á eldinn með fjórum slökkvitækjum.

...

Segja má að Brunavarnir Árnessýslu hafð brugðist hratt við, slökkviliðsmenn voru komnir rétt um 90 sekúndum eftir að útkallið kom. Það skýrist af hluta af því að margir af mönnum Brunavarna Árnessýslu eru einnig starfandi hjá sjúkraflutningum HSU, tveir af þeim voru á vakt í þetta skiptið og gátu því mannað dælubílinn. Brunavarnir Árnessýslu eru með líkamsræktaraðstöðu í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi og það er gaman að segja frá því að þriðji maðurinn sem mannaði dælubílinn var að æfa þar. Fljótlega dreif að fleiri slökkviliðsmenn frá BÁ sem mönnuðu fleiri tæki BÁ, til að mynda körfubílinn.

Þegar slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu komu á vettvang fór tími þeirra í að slökkva í glæðum og gera gat á veggi og loft til að tryggja að ekki leyndist glóð sem gæti kveikt aftur í. Það er þannig með gömul timburhús að glóð getur leynst í veggjum eða einangrun.

Enn og aftur komu innrauðu myndavélarnar okkar að góðum notum þar sem að við getum staðfest betur hvar hiti leynist í veggjum og getum því takmarkað rif og skemmdir á húsinu. Þegar að starfi var lokið voru tveir slökkviliðsmenn á vakt í tvær klukkustundir til að tryggja að ekki væri hætta á að eldur myndi taka sig upp aftur.

Haukur Grönli mánudagurinn 3. apríl 2017

Eldur í Iðnaðarhúsnæði 01.04.17.

1 af 2

Tilkynnt var um eld í iðnaðarhúsnæði við Austurveg síðastliðinn laugardag.

Þegar Brunavarnir Árnessýslu komu á staðinn höfðu starfsmenn Vélaverkstæðis Þóris slökkt eldinn. Upphafsstaður eldsins var í vegg á verkstæðinu og notuðu slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu svokallaðar Innrauðar myndavélar til að staðsetja hvar mesti hitinn var, þar opnuðu þeir vegginn og slökktu í glæðunum.

Betur fór en á horfðist og er það enn og aftur því að þakka að á staðnum er öflugt brunaviðvörunarkerfi og því var hægt að bregðast svo fljótt við.

Vefumsjón