Pétur Pétursson þriðjudagurinn 17. október 2017

Eldur í parhúsi á Selfossi í gærkvöldi 17.10.2017

Eldur í parhúsi á Selfossi í gærkvöldi 17.10.2017 Eldur kom upp í parhúsi á sjöundatímanum í gærkvöldi og voru slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu á Selfossi boðaðir á vettvang. Eldurinn hafði kviknað í þurrkara í annarri íbúðinni en húsráðendum hafði tekist að ráða niðurlögum eldsins með slökkvitæki áður en slökkviliðsmenn komu á vettvang. Talsvert var af reyk og sóti í íbúðinni og aðstoðuðu slökkviliðsmenn húsráðendur við að reykræsta. 

 

 

 

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Laugarvatni, Reykholti, Flúðum og Árnesi, komu saman í gær á Laugarvatni til þess að æfa björgun fastklemmdra úr stórum ökutækjum. Auk vörubíla voru fólksbílar klipptir líka til þess að hafa æfinguna sem fjölbreyttasta. 

Um þessar mundir er áhersla lögð á björgun slasaðra úr stórum Ökutækjum á æfingum hjá Brunavörnum Árnessýslu en eins og allir vita þá er umferð slíkra tækja gríðarleg um sýsluna. 

Stutt er í veturinn með tilheyrandi hálku og ófærð og því tímabært að auka og viðhalda færni slökkviliðsmanna í vinnu með björgunarbúnað sem notaður er í bílslysum til þess að sú vinna geti gengið sem allra best fyrir sig þega á þarf að halda. 

1 af 4

Erlendir ferðamenn óku á járnplötu sem lá á Skeiðavegi í gær með þeim afleiðingum að platan gataði eldsneytistank bifreiðarinnar. Um 50 lítrar af dísilolíu láku af bílnum á veginn vegna þessa og því þurfti að loka veginum um tíma meðan slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu hreinsuðu veginn. 

Ferðamennirnir brugðust hárrétt við atvikinu, stöðvuðu bifreiðina strax eftir höggið og reyndu að koma í veg fyrir frekari leka frá eldsneytistanknum á götuna. 

Ekki stóð á ferðamönnunum að hjálpa slökkviliðsmönnunum við upphreinsunina og kunnum við þeim okkar bestu þakkir fyrir liðlegheitin!! 

Almannavarnavika er nú í Hrunamannahrepp þar sem Víðir Reynisson, starfsmaður lögreglunnar á Suðurlandi og Almannavarna ver fjórum dögum á svæðinu til fundarhalda, skrafs og ráðagerða með ýmsum lykilaðilum innan sveitarfélagsins. 

Í gærkvöldi var haldin fundur með viðbragðsaðilum á svæðinu þar sem Kjartan Þorkelsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi og Víðir héldu erindi um starfsemi lögreglunnar og Almannavarna. 

Í lok fundarins var "hugarflugs" vinna framkvæmd af fundarmönnum við greiningu þeirra atburða er mögulega gætu raskað samfélaginu á einhvern hátt. 

Fundurinn var vel sóttur, gagnlegur og í alla staði vel heppnaður. Almannavarnavikunni í Hrunamannahrepp lýkur síðan á íbúafundi næstkomandi fimmtudagskvöld,28.september, klukkan 20:00 í félagsheimilinu á Flúðum. 

1 af 4

Félag skógareigenda á Suðurlandi héldu áhugaverðan fund síðastliðin laugardag um skipulag brunavarna í skógum. Þetta var fyrsti félagsfundur vetrarins og var hann haldin í Gunnarsholti. 

Á fundinum héldu erindi þeir Björn B. Jónsson frá skógræktinni um skipulag brunavarna í skógi og fyrirbyggjandi að gerðir, Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu hélt erindi um skipulag- og viðbúnað slökkviliðs komi til skógarelda og Hannes Lentz hélt erindi um tryggingar á skógi. 

Virkilega áhugaverður fundur um málefni sem vert er að huga að. 

Vefumsjón