Ný stjórn Brunavarna Árnessýslu kom saman í fyrst sinn í dag föstudaginn 24. ágúst. Eyþór H. Ólafsson og Ingibjörg Harðardóttir voru í stjórn BÁ áður en ný inn í stjórn eru þau Arna Ír Gunnarsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson og Halldóra Hjörleifsdóttir. 

Slökkviliðsstjóri hélt Stutta kynningu á starfsemi slökkviliðsins í upphafi fundar en síðan tóku við mál sem biðu fundarins. Flestir stjórnarmenn eru starfseminni vel kunnugir eftir áralangt starf í sveitarstjórnarmálum í Árnessýslu. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá frá vinstri, Unnu Björg Ögmundsdóttur starfsmann BÁ, Örnu Ír Gunnarsdóttur frá Árborg, Gísla H. Halldórsson frá Árborg, Eyþór H. Ólafsson frá Hveragerði, Ingibjörgu Harðardóttur frá Grímsnes- og Grafningshrepp, Halldóru Hjörleifsdóttur frá Hrunamannahrepp og Pétur Pétursson slökkviliðsstjóra BÁ. 

1 af 2

Eldur kom upp í um það bil 200 fermetra pökkunarhúsi við garðyrkjustöðina Reykjaflöt norðan við Flúðir rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi. 

Þegar að slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá starfseiningunni á Flúðum bar að garði var umtalsverður eldur í húsinu. Greiðlega gekk að ná tökum á eldinum og var hann að mestu slökktur um 20 mínútum eftir að slökkviliðsmenn bar að garði. 

Vindátt var hagstæð við slökkvistarfið þannig að aðrar byggingar voru ekki í hættu. 

Alls komu um 30 slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu að slökkvistarfinu frá starfsstöðvum á Flúðum, Reykholti, Laugarvatni og Selfossi, sem lauk um klukkan 00:30. 

Eldsupptök eru ókunn en Lögreglan á Suðurlandi fer með rannskókn málsins. 

Haukur Grönli sunnudagurinn 15. júlí 2018

Reykskynjarar bjarga mannslífum.

1 af 4

Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út í nótt vegna elds í sumarbústað ásamt lögreglunni á Suðurlandi og sjúkraflutningum HSU.

Útkallið kom rétt fyrir fimm í morgun. Í bústaðnum voru fjórar manneskjur sem vöknuðu við reykskynjara og komust þess vegna út þrátt fyrir mikinn reyk og hita.

Sjúkraflutningar HSU á suðurlandi fluttu öll fjögur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun.

Þegar útallið barst var slökkvistöð Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði að vinna í heitavatnsleka og var slökkvistöð Brunavarna á Selfossi því kölluð í brunann. Vel gekk að slökkva eldinn þegar komið var á vettvang þrátt fyrir mikinn eld.  Rannsókn á eldsupptökum er í höndum lögreglu.

Það er okkur ljóst og það verður aldrei of oft sagt að reykskynjarar og slökkvitæki geta bjargað mannslífum.

Haukur Grönli föstudagurinn 13. júlí 2018

Hvernig á að bregðast við

Hvernig á að bregðast við ef við lendum í þeim skelfilegu aðstæðum að það kviknar í manneskju?  

Eldvarnarteppi og eða slökkvitæki eru þau verkfæri sem við getum gripið til en rétt tækni og eigið öryggi er mikilvægt og því þarf að æfa notkun þeirra.

Við þreytumst seint á að segja frá hversu gott samstarfið er hjá viðbragsaðilum á suðurlandi og í vikunni komu lögreglumenn af suðurlandi til okkar og æfðu rétt viðbrögð. Er þetta liður í því góða samstarfi þar sem við miðlum og sækjum þekkingu hver hjá öðrum.

 

Haukur Grönli mánudagurinn 4. júní 2018

grodureldar.is

Netsíðan https://www.grodureldar.is/  var formlega opnuð 24.maí sl. í húsnæði Skógræktar Reykjavíkur við Elliðavatn.

Við hjá Brunavörnum Árnessýslu erum stolt og ánægð með að hafa komið að þessari vinnu frá upphafi.

Stýrihópurinn sem kom að þessari vinnu gerði greinagerð er lítur að forvörnum og viðbrögðum vegna gróður og skógarelda. Auk þess var gefinn út bæklingur og veggspjald með leiðbeiningum um forvarnir og fyrstu viðbrögð fyrir sumarhúsaeigendur og skógareigendur.

Allt þetta efni er hægt að nálgast á síðunni https://www.grodureldar.is/ .  Ásamt því að þar verður í framtíðinni enn meira ítarefni  og leiðbeiningar.

Þátttakendur í stýrihópnum voru frá Skógræktinni, Skógræktarfélagi Íslands (fulltrúi skógræktarfélaganna), Landssamtökum skógareigenda, Mannvirkjastofnun, Félags slökkviliðsstjóra/Brunavörnum Árnessýslu, Landssambandi sumarhúsaeigenda og Verkfræðistofunni Verkís.

Vefumsjón