Föngulegur hópur slökkviliðsmanna Brunavarna Árnessýslu úr uppsveitum Árnessýslu kom saman á laugarvatni í gærkvöldi. Stuttur fyrirlestur var haldin um stöðu slökkviliðsmannsins í samfélaginu auk þess sem farið var yfir menntunar- og þjálfunarmál slökkviliðsmanna BÁ.

Að fyrirlestri loknum voru brjóstskildir BÁ festir á slökkviliðsmenn við hátíðlega athöfn.

Virkilega jákvæð, hátíðleg og skemmtileg kvöldstund í góðum hópi manna.

1 af 4

Við urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að fá í heimsókn til okkar fyrrum lögreglumenn af Suðurlandi sem hættir eru störfum vegna aldurs. Voru þeir á yfirreið um Suðurlandið að kynna sér hin ýmsu málefni. Þá langaði til þess að kynna sér starfsemi Brunavarna Árnessýslu. það var okkur sönn ánægja að taka á móti þessum flotta hópi. 

Við þökkum fyrir skemmtilega heimsókn!!

1 af 4

Við urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að fá í heimsókn til okkar fyrrum lögreglumenn af Suðurlandi sem hættir eru störfum vegna aldurs. Voru þeir á yfirreið um Suðurlandið að kynna sér hin ýmsu málefni. Þá langaði til þess að kynna sér starfsemi Brunavarna Árnessýslu. það var okkur sönn ánægja að taka á móti þessum flotta hópi. 

Við þökkum fyrir skemmtilega heimsókn!!

Pétur Pétursson þriðjudagurinn 27. nóvember 2018

Þeir kláruðu með sóma

Jæja, síðasta fréttin okkar í bili um slökkviliðsmennina okkar sem eru í stóra slökkviliðsnáminu. Síðastliðin föstudag 23.11.2018 komu prófdómarar frá Mannvirkjastofnun, þeir Pétur Valdimarsson og Guðmundur Halldórsson, til þess að halda verklegt próf fyrir strákana okkar. 

Það er skemmst frá því að segja að þeir kláruðu prófið með sóma og stóðust allir eins og við var búist. 

Þar með lýkur þessari lotu hjá þeim í náminu og er þá einungis ein fjögurra vikna lota eftir sem haldin verður í vor.

1 af 2

Nemarnir okkar hjá BÁ eru í dag að undirbúa sig fyrir verklegt próf sem fer fram á morgun. Munu prófdómarar frá Mannvirkjastofnun mæta á svæðið og taka út þá verkþætti sem þeir verða prófaðir í. Á meðfylgjandi myndum má sjá þá félaga undirbúa sig og æfa fyrir tímatöku í að koma sér í eldgalla og setja á sig reykköfunartæki. Gallarnir og tækin verða að vera þannig á sett að það sé óaðfinnanlegt með tilliti til þess að líf þeirra og heilsa sé varin við þær ómögulegu aðstæður sem þeir vinna við í brennandi byggingum.

Vefumsjón