Árekstur tveggja bíla varð á Eyravegi á Selfossi á ellefta tímanum í morgun. Áreksturinn var nokkuð harður og þurftu slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu að beita klippum til þess að ná ökumönnum beggja bílanna út á öruggan hátt. Báðir ökumenn voru síðan fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til frekari aðhlynningar og skoðunar. 

Pétur Pétursson mánudagurinn 14. maí 2018

Að slökkva í fólki!

Brunavarnir Árnessýslu hafa um árabil boðið uppá námskeið í meðförum og notkun slökkvitækja og tengdum búnaði. Nýjasta verkfærið okkar í kennslu á þessu sviði er dúkka þar sem fólk getur æft á öruggan hátt hvernig ber að athafna sig við það að slökkva í manneskju en þær aðstæður hafa og geta því miður skapast. 

Á meðfylgjandi myndum má sjá hvar Bjarni Ingimarsson, slökkviliðsmaður og einn af leiðbeinendum BÁ æfir sig í kennslu.  

Pétur Pétursson mánudagurinn 14. maí 2018

Að slökkva í fólki!

Brunavarnir Árnessýslu hafa um árabil boðið uppá námskeið í meðförum og notkun slökkvitækja og tengdum búnaði. Nýjasta verkfærið okkar í kennslu á þessu sviði er dúkka þar sem fólk getur æft á öruggan hátt hvernig ber að athafna sig við það að slökkva í manneskju en þær aðstæður hafa og geta því miður skapast. 

Á meðfylgjandi myndum má sjá hvar Bjarni Ingimarsson, slökkviliðsmaður og einn af leiðbeinendum BÁ æfir sig í kennslu.  

Haukur Grönli mánudagurinn 9. apríl 2018

Skyndihjálp

1 af 3

Skyndihjálp

Nýliðar Brunavarna Árnessýslu hafa fengið fjölbreytta kennslu í vetur. Eitt af því sem slökkviliðsmenn þurfa að standa klárir á er skyndihjálp og í lok mars fengu nýliðararnir kennslu í skyndihjálp. Viðar Arason, sjúkraflutningamaður hjá HSU og slökkviliðsmaður hjá BÁ, hélt fyrirlestur fyrir nýliðana um grunnatriði í skyndihjálp, þ.e.a.s. fyrstu viðbrögð við lífbjörgun, stöðvun blæðinga, brunasár og endurlífgun.

Einnig fengu nemendurnir kynningu á sjúkrabílnum og búnaði hans. Á vettvangi vinna sjúkraflutningar, slökkvilið, lögregla og björgunarsveitir saman og því er gott að allir aðilar þekki til búnaðar og tækja hvers annars.

 

Pétur Pétursson þriðjudagurinn 20. mars 2018

Sérfræðingar í innbrotum

Næstkomandi fimmtudag og föstudag munu Brunavarnir Árnessýslu standa fyrir leiðbeinenda námskeiði í hurðarofstækni og þá með áherslu á eldvarnahurðir. 

Þær aðstæður koma reglulega upp að viðbragðsaðilar þurfi að komast inn um hurðir í mikilli flýti og skiptir þá máli að vinnubrögð séu rétt og skilvirk. 

Brunavarnir Árnessýslu hafa fengið til sín tvo leiðbeinendur frá slökkviliðinu í Bergen sem sérhæfðir eru í þessum vinnubrögðum. Munu þeir miðla sinni visku og reynslu til námskeiðsmanna og undirbúa þá til þess að kenna þetta verklag. 

Brunavarnir Árnessýslu hafa um nokkurt skeið verið að undirbúa námskeiðið og hafa meðal annars smíðað fjölnota gámafleti þar sem hægt er að æfa þetta verklega sem og margt annað er tengist störfum slökkviliðsmanna og annarra viðbragðsaðila. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá Eyjólf Óla Jónsson, varðstjóra BÁ á Laugarvatni (aðalhönnuð og yfirsmið gámafletisins), og Smára Birni Smárason, slökkviliðsmann og eiganda SB skilta, velta fyrir sér öryggismerkingum á gámafletinu. 

Vefumsjón