Brunavarnir Árnessýslu hafa tekið í notkun nýjan búnað til slökkvitækja kennslu. Búnaðurinn notar gas sem eldgjafa en áður hefur dísilolía verið notuð til þessara verka með tilheyrandi mengun. 

Búnaðurinn er einfaldur í notkun fyrir leiðbeinandann, mengar mun minna auk þess sem minna af slökkviefni þarf til kennslunnar sem aftur leiðir til minni óþrifa og mengunar. 

Heimsleikar slökkviliðs og lögreglumanna (World Police and Fire Games) sem hófust 7. ágúst síðastliðinn enduðu í gær með glæsilegri lokahátíð.

Heimsleikarnir eru alþjóðleg íþróttakeppni sem haldin er á tveggja ára fresti. Að þessu sinni var hún haldin í Los Angeles í Bandaríkjunum en keppnin hefur verið haldin út um allan heim síðastliðin ár en gaman er að segja frá því að næstu leikar verða haldnir í Chengdu í Kína 2019.

Heimsleikarnir eru annar stærsti íþróttaviðburður í heimi á eftir Ólympíuleikunum en þúsundir keppenda frá um 70 þjóðum sem starfa við löggæslu, slökkvistörf, tollaeftirlit, fangavörslu eða landhelgisgæslu koma þar saman til þess að keppa í meira en 60 íþróttagreinum.

Keppendur frá Íslandi hafa tekið þátt í þessum leikum um árabil en þetta er í annað sinn sem keppandi frá Brunavörnum Árnessýslu tekur þátt.

Okkar maður Ingvar Sigurðsson slökkviliðsmaður hjá BÁ keppti í stigahlaupi þar sem keppendur þurftu að hlaupa upp 63. hæða háhýsi í fullum slökkviliðsgalla ásamt reykköfunartækjum. 

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af okkar keppanda og heimsleikunum í LA.

 

Haukur Grönli fimmtudagurinn 10. ágúst 2017

Nýr Dælubíll

1 af 2

Brunavarnir Árnessýslu munu á morgun, föstudaginn 11.08.2017 kl. 13:00, taka í notkun nýjan dælubíl í Björgunarmiðstöðinni Selfoss.

Síðustu vikur hafa farið í að kenna slökkviliðsmönnum á bílinn og standsetja hann.

Dælubíllinn er einkar glæsilegur og sómi af að fá til viðbótar við tækjakost okkar í Brunavörnum Árnessýslu.

Brunavarnir Árnessýslu fengu ansi hreint skemmtilega heimsókn frá Danmörku í dag en um var að ræða tólf hressar konur í óvissuferð. Ferðina skipulagði og stjórnaði heilsuræktar mógúllinn Birgir Konráðsson betur þekktur sem Biggi í Bootcamp. 

Dömurnar fengu skemmtilegt verkefni til að leysa en það var að spila "fótbolta" með vatni. Einungis tvær reglur voru í gildi í keppninni en þær voru að ekki mátti snerta boltann með höndum og ekki mátti snerta hann með fótum. Mjög svo fagleg og ýtarleg teikning var síðan lögð til grundvallar fyrir slöngulagnirnar sem þær þurftu að leggja út sjálfar. 

Skemmtileg keppni sem sem endaði auðvitað með sigri annars liðsins án teljandi meiðsla þrátt fyrir ríkjandi keppnisskap allra aðila.

Unna Björg Ögmundsdóttir þriðjudagurinn 13. júní 2017

Eldur í rafmagnstöflu

1 af 2

Brunavarnir Árnessýslu fengu í nótt tilkynningu um eld innandyria í gistihúsi á Stokkseyri. Þegar vakthafandi varðstjóra BÁ og lögreglu bar að garði slökktu þeir eldinn, sem reyndist vera í rafmagnstöflu, með duftslökkvitæki. Stuttu síðar kom dælubíll með reykköfurum á vettvang og fóru reykkafarar inn og slökktu í þeim glæðum sem eftir voru. Reykræsta þurfti húsnæðið að slökkvistarfi loknu. Ekki varð teljandi tjón á fasteigninni vegna eldsins og ekki er vitað til þess að gestum gistiheimilisins hafi orðið meint af vegna atviksins.

Vefumsjón