miðvikudagurinn 24. september 2008

Sólin kom í dag !!!!

Blessuð sólin
Blessuð sólin

Kl. 15.10 að staðartíma á Selfossi lét blessuð sólin svo lítið og kíkti á okkur eftir nær stöðugar rigningar með tilheyrandi skýjum.
Við slökkviliðsmenn óskum okkur öllum til hamingju og vonum að sólin hafi vinninginn næstu daga.


Meira
miðvikudagurinn 24. september 2008

"Dans slökkviliðsmannsins"

Bjarni Ingimarsson
Bjarni Ingimarsson "listdansari" Ljósmynd : Magnús Hlynur.
1 af 2
Mismunandi eru verkefni slökkviliðsmanna og margt er þeim til lista lagt.

Á myndinni dansar einn af slökkviliðsmönnum BÁ lipurlega á þaki bíls sem endaði í skurði upp við Ingólfsfjall eftir að bíllinn dansað út og suður með yfirhleðslu á kerru sem bíllinn var að draga frá einni timbursölunni á Selfossi

Óhapp þetta átti sér stað í fyrra, engin slasaðist alvarlega.

Slökkviliðsmenn unnu við að ná ökumanni út úr bílnum. "Dans" slökkviliðsmannsins kom til að því að myndinni var smellt af í þann mund sem hann ætlaði að stökkva af þaki bílsins yfir á gagnstæðan skurðbakka.

 

 

þriðjudagurinn 23. september 2008

Meirapróf bílstjóra

Þráinn Elíasson, ökukennari Selfossi undir stýri á gömlum slökkvibíl í USA-bænum Spanish Fork.   Mynd Eiríkur Þ Sigurjónsson , kórferð 2005.
Þráinn Elíasson, ökukennari Selfossi undir stýri á gömlum slökkvibíl í USA-bænum Spanish Fork. Mynd Eiríkur Þ Sigurjónsson , kórferð 2005.
1 af 5

Eitt af stærri vandamálum hlutastarfandi slökkviliðs (Slökkvilið þar sem slökkviliðsmenn hafa ekki slökkvistörf sem aðalvinnu) er hvað margir einstaklingar hafa ekki hlotið meirabróf bílstjóra.
Margir sem taka að sér slökkvistörf fyrir sveitarfélagið sitt hafa ekki endilega áhuga á að leggja í kostnað vegna meiraprófs. Kostnaður vegna töku meiraprófs er  u.þ.b 200  þús. + vinnutap + kostnaður vegna prófsins.

Kennslustundir er u.þ.b. 90.

Svo er komið að mörg slökkvilið á landsbyggðinni hafa ekki nema rúmlega helming liðsmanna með meirapróf og þar af leiðandi mega þeir ekki aka slökkvibílum.

Þetta er vandamál sem Félag slökkviliðsstjóra Íslandi (FSÍ) hefur tekið upp og mun leita leiða til að bæta úr þessu vandamáli.
Ein leiðin er að freysta þess að sækja styrki til ríkis, sveitarfélaga eða stéttarfélaga til að lágmarka kostnað einstaklinga sem vilja taka prófið. Annar kostur er sá að fara þess á leit við yfirvöld ökuréttindamála að slökkviliðsmenn fái leyfi til að taka ökupróf á viðkomandi slökkvibíl, svipað og þegar tekið er próf á vinnuvél.

Er það einlæg von forráðamanna slökkviliða í landinu að unnið verði að lausn sem allir geti vel við unað.

laugardagurinn 20. september 2008

Varðstjórafundur

Mynd. frá Varðstjórafundi á Laugarvatni, haldinn í Tjaldmiðstöðinni. F.v. Halldór Hermannsson, Guðmundur B. Böðvarsson, varðst. Laugarvatni, Snorri Baldursson, vara.sl.stjóri, Kristján Einarsson, sl.stjóri, Einar Guðnason,varðst. Árnesi og Snorri Guðjónsson, varðst. Reykholti.
Mynd. frá Varðstjórafundi á Laugarvatni, haldinn í Tjaldmiðstöðinni. F.v. Halldór Hermannsson, Guðmundur B. Böðvarsson, varðst. Laugarvatni, Snorri Baldursson, vara.sl.stjóri, Kristján Einarsson, sl.stjóri, Einar Guðnason,varðst. Árnesi og Snorri Guðjónsson, varðst. Reykholti.
Rekstur slökkviliðs er ekki bara að bíða eftir útkalli.  Að mörgu þarf að hyggja í starfsemi slökkviliðs. Um það bil 60 slökkviliðsmenn eru skráðir hjá Brunavörnum Árnessýslu og fimm stöðvar eru starfræktar í sýslunni, þær eru á Selfossi, Stokkseyri, Laugarvatni, Reykholti og Árnesi.  Varðstjórar liðsins eru 7 talsins og gegn þeir stóru hlutverki í starfseminni.

Varðstjórafundir eru haldnir  þar sem farið er yfir öll mál liðsins og stöðvanna.

Einn slíkur var í síðustu viku þar sem húsnæðismál slökkviliðsins í uppsveitum var til umræðu. Á fundinn kom Halldór Hermannsson framkvæmdastjóri eignadeildar Bláskógabyggðar, en sveitarfélagið leigir BÁ húsnæði fyrir slökkviliðið.

Farið var yfir viðhaldsmál og fl.

 

 

laugardagurinn 20. september 2008

Nýjar talstöðvar !!!

Mynd tekin á farsíma
Mynd tekin á farsíma
1 af 2
 Unnið er að því hörðum höndum á slökkvistöð á Selfossi að tengja nýju Tetra og VHF talstöðvarnar. Snorri Baldursson, varaslökkviliðsstjóri hefur veg og vanda að því verki.

Um daginn fór hann með eitt bretti af talstöðvum upp á Laugarvatn til að koma því fyrir í slökkvibílnum þar. Guðmundur B. Böðvarsson varðstjóri var í stöðinni og brugðu þeir á leik og léku formlega afhendingu með tilheyrandi myndatöku, handabandi og brosi.

Þegar lokið hefur verið við uppsetningu stöðvanna er ljóst að verulegt átak hefur átt sér stað í fjarskiptamálum slökkviliðsins.

Vefumsjón