fimmtudagurinn 4. september 2008

Innri vefur babubabu.is

Sækjið um aðgang neðst í hægra horni á forsíðu babubabu.is
Sækjið um aðgang neðst í hægra horni á forsíðu babubabu.is
ú er innrivefur babubabu.is tilbúinn - til þess að hann geti notið sín og þær upplýsingar sem þar verða settar komi að gagni, þurfa slökkviliðsmenn að sækja um aðgang í gegnum forsíðu www.babubabu.is, neðst í hægra horninu (sjá mynd). Aðgangur er síðan samþykktur eða hafnað af umsjónarmönnum síðunnar eða slökkvistjóra.
Meira
mánudagurinn 1. september 2008

Tvö útköll á innan við sólarhring

Á vettvangi á Suðurlandsvegi í nótt | Myndin er tekin á GSMsíma
Á vettvangi á Suðurlandsvegi í nótt | Myndin er tekin á GSMsíma

Slökkviliðið var kallað út laust eftir klukkan hálf eitt s.l. nótt eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í vélarrúmi vörubifreiðar sem var í akstri á Suðurlandsvegi við Þingborg. Þegar slökkvilið komu á vettvang  var ekki opinn eldur í bifreiðinni - en þó kraumaði í vélarrúminu. Slökkviliðsmenn slökktu glæður og gengu úr skugga um að ekki hlytist frekara tjón af.


Meira
þriðjudagurinn 26. ágúst 2008

Nýr mannskapsbíll

Nýji Tvisturinn
Nýji Tvisturinn

Á næstu vikum kemur nýr mannskapsbíll til Brunavarna Árnessýslu. BÁ hefur keypt bílinn notaðan frá Þýskalandi og er von á honum til landsins með Norrænu um næstu mánaðamót. Bíllinn sem fengið hefur númerið 2 (Tvisturinn) en hugmyndir eru uppi um að setja í hann borð og bekki til að mannskapurinn hafi afdrep í vettvangsvinnu. Sex sæti eru í bílnum en að auki fylgja bekkir þannig að auðvelt er að breyta honum í 11 manna bíl.


Meira
sunnudagurinn 24. ágúst 2008

Eldur í sumarbústað í Ásgarðslandi

Mynd: Egill Bjarnason/Sunnlenska
Mynd: Egill Bjarnason/Sunnlenska
1 af 2

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út laust fyrir klukkan hálf níu á föstudagskvöldið eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í sumarbústað í Ásgarðslandi í Grímsnesi. Þar sem slökkviliðsmenn á helgarvakt voru við æfingar á stöðinni á Selfossi var viðbragðstími mjög skammur og voru sendir tveir dælubílar auk tankbíl á vettvang.


Meira
miðvikudagurinn 20. ágúst 2008

Tetra-söfnuninni lokið

Tetrastöð
Tetrastöð

Hópurinn sem stóð fyrir söfnun á Tetra-búnaði fyrir Brunavarnir Árnessnýslu hefur lokið því verki sem þeir lögðu uppúr með. Á dögunum var lagður inn á reikning Neyðarlínunnar 1-1-2, rekstrarkostnaður þeirra tetrastöðva sem safnast hafði fyrir, eða um

76.000 kr, sem dugar út þetta ár.


Meira
Vefumsjón