miðvikudagurinn 20. ágúst 2008

Mikill eldur í dekkjastæðu við Gangheiði

Mikill eldur logaði er slökkviliðsmenn bar að garði | mynd tekin á farsíma
Mikill eldur logaði er slökkviliðsmenn bar að garði | mynd tekin á farsíma
1 af 2

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út laust fyrir klukkan hálf þrjú í nótt vegna elds sem kom upp í dekkjastæðu sem stendur við Gangheiði á Selfossi. Þegar slökkvilið kom á vettvang logað mikill eldur í drekkjastæðunni. Fljóltlega gekk þó að slá á eldinn en til þess var notuð m.a. slökkvifroða . Eiginlegu slökkvistarfi var svo lokið rúmlega klukkustund eftir að útkall barst, en þá tók við frágangur og vinna við að hreinsa vettvang.


Meira
föstudagurinn 15. ágúst 2008

Breytingar hjá Brunamálaskólanum

Brunamálastofnun
Brunamálastofnun

Elísabet Pálmadóttir, Sviðsstjóri Slökkviliðasviðs Brunamálastofnunar, hefur beðist undan því að sinna starfi Skólastjóra Brunamálaskólans. Þessi ósk hennar hefur legið fyrir í nokkurn tíma og mun Björn Karlsson, brunamálastjóri, sinna skyldum skólastjóra þar til Skólaráð ákveður annað. Honum til aðstoðar verða Bernhard Jóhannesson og Pétur Valdimarsson.


Meira
mánudagurinn 11. ágúst 2008

Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi

mynd: julius@mbl.is
mynd: julius@mbl.is
1 af 2
Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út ásamt öllm öðrum tiltækum björgunaraðilum, eftir að tilkynnt hafði verið um alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi á móts við Kirkjuferju um klukkan 09:30 í morgun.
Meira
sunnudagurinn 10. ágúst 2008

Sumarbústaður gjörónýtur eftir bruna

Slökkvilið BÁ á æfingu / Úr myndasafni
Slökkvilið BÁ á æfingu / Úr myndasafni
1 af 2

Slökkvistarfi er lokið í Haukadal þar sem slökkviliðsmenn börðust við elda sem loguðu í sumarbústað skammt frá Geysi. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er húsið gjörónýtt. Það var hins vegar mannlaust og ekkert fólk var í hættu segir lögregla.


Meira
fimmtudagurinn 7. ágúst 2008

Gestir frá Prüm í Þýskalandi

Á morgun koma gestir til Brunavarna Árnessýslu, eru þar á ferðinni slökkviliðsmenn og eiginkonur þeirra.

Vefumsjón