sunnudagurinn 20. júlí 2008

Eldur að Holti

Tveir reykkafarar ný komnir út úr húsinu
Tveir reykkafarar ný komnir út úr húsinu
1 af 3
Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað ut laus eftir klukkan 14:00 eftir að tilkynning barst til Neyðarlínunnar 1-1-2 um að eldur væri laus í íbúðarhúsinu að Holti sem er í Stokkseyrarhrepp. Er slökkvilið kom á vettvang var eldur enn laus á neðstu hæð hússins.

Meira
laugardagurinn 19. júlí 2008

Venjubundin föstudagsæfing

Sundlaugin tekur tæplega 10 þusund lítra
Sundlaugin tekur tæplega 10 þusund lítra
1 af 8

Venjubundin föstudagsæfing var haldin i gær framan við slökkvistöðina á Selfossi. Sjö slökkvilismenn voru á æfingunni en á henni var farið yfir búnað á báðum dælubílunum auk tankbílsins.  Aldrei er of oft farið yfir búnaðinn því þegar mest á reynir er gott að hafa á hreinu hvar hlutirnir eru í bílunum þegar á þeim þarf að halda. Þá var einnig sett vatn í "sundlaugina" og prufað að dæla uppúr henni. Eins og ávalt var æfingin mjög gagnleg og gott þegar mannsakpurinn hittist til að bera saman bækur sínar.


Meira
laugardagurinn 5. júlí 2008

Varðstjóramál - breytingar

Ólafur Kristmundsson í kaffipásu
Ólafur Kristmundsson í kaffipásu
Ólafur Kristmundsson, varðstjóri á Selfossi hefur ákveðið að hætta sem varðstjóri. Hann ætlar þó ekki að hætta í slökkviliðinu og vill starfa áfram án þeirrar ábyrgðar sem fylgir varðstjórastarfinu. Ólafur er einn okkar besti félagi og góður varðstjóri og slökkviliðsmaður, hann hefur verið í liðinu í fjöldamörg ár.
Meira
Slökkviliðsmönnum hjá Brunavörnum Árnessýslu var heldur betur komið á óvart um daginn þegar Svala Þrastardóttir, slökkviliðsmaður rogaðist inn á kaffistofu slökkviliðsins á Selfossi með tvo stóra kassa. Kassarnir höfðu að geyma 75 kaffibolla með merki BÁ og númeri hvers slökkviliðsmanns í liðinu.

Meira
laugardagurinn 5. júlí 2008

Föstudagsæfing

1 af 4

Yfir sumarmánuðina standa slökkviliðsmenn bakvaktir frá föstudegi til mánudags og var fyrsta helgin í júlí engin undantekning þar á enda ein stærsta ferðahelgi ársins. Í upphafi bakvaktar mæta menn á stöð og þá er haldin æfing þar sem menn fara yfir búnað, vinnubrögð og vinnuferla enda aldrei of sjaldan tekið á hlutunum.


Meira
Vefumsjón