Haukur Grönli miðvikudagurinn 31. júlí 2019

Eldsvoði í Hafnarfirði

1 af 4

Félagar okkar í Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins eru búnir að standa í ströngu í nótt og eru enn að.

Eldur kviknaði í stóru iðnaðarhúsi í Hafnarfirði, þar sem meðal annars fer fram fiskvinnsla, það er mikill eldsmatur í húsinu og við mikinn eld að eiga. Allt tiltækt lið SHS var kallað út.

Óskað var eftir aðstoð frá nágranna slökkviliðum og urðum við auðfúsir við þeirri ósk og sendum þeim dælubíl með fimm manna áhöfn frá Brunavörnum Árnessýslu.

Væntanlega er mikið eignatjón en sem betur fer ekki slys á fólki.

 

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með áhöfn sinni á þyrlupallinum milli Sjúkrahúss Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Björgunarmiðstöðvarinnar á Selfossi síðastliðin laugardagsmorgun. 

Búið var að skipuleggja æfingu með þyrluáhöfninni og slökkviliðsmönnum Brunavarna Árnessýslu sem voru á helgarvakt á Slökkvistöðinni á Selfossi. 

Heimsóknin byrjaði á almennu spjalli að vanda þar sem farið var yfir búnað hvers annars. Hvað er hægt að taka með í þyrluna vegna slysa- og eldvettvanga. 

Að sjálfsögðu voru Lögreglan og sjúkraflutningamenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands með í för og spjalli. 

Þyrlan fór síðan í loftið með fjóra slökkviliðsmenn ásamt áhöfn þyrlu. 

Flogið var að Eyvík í Grímsnesi þar sem æfð var vatnstaka í poka úr Hestvatni sem síðan var sleppt á fyrir fram ákveðin svæði. Á leiðinni æfðu menn notkun hitamyndavéla BÁ með tilliti til leitar, björgunar og gróðurelda. 

Æfingin var í allastaði vel heppnuð og verður án efa til eflingar samstarfs og samræmingar á vinnubrögðum. 

1 af 2

Harður árekstur tveggja bíla er komu úr gagnstæðri átt varð við gatnamót Eyrarbakkavegar og Gaulverjabæjarvegar um klukkna hálf fjögur á laugardaginn.  

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu þurftu að beita þurfti klippum til þess að ná einni manneskju út úr öðrum bílnum en alls voru fimm manns í bílunum. 

Sjúkraflutningamenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands fluttu alla fimm til skoðunar á slysadeild. 

Talsverða olíu og brak þurfti að hreinsa af veginum áður en hægt var að opna hann að nýju fyrir umferð. 

Talsverða olíu og brak þurfti að hreinsa af veginum áður en hægt var að opna hann fyrir umferð að nýju. 

1 af 4

Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning um eld í rjóðri við Fjölbrautarskóla Suðurlands um miðnætti í nótt. Dælubíll og slökkviliðsmenn frá Selfosseiningu slökkviliðsins voru sendir á vettvang til þess að ráða niðurlögum eldsins. 

Vegfarandi varð var við eld og reyk og hringdi eftir slökkviliði en þarna virðast einhverjir hafa ákveðið að kveikja sér varðeld í þurrum gróðrinum. Áður en slökkvilið kom á vettvang voru vegfarandi og lögregla búin að slökkva eldinn en slökkviliðsmenn slökktu í glæðum og bleyttu vettvang vel til þess að koma í veg fyrir að eldurinn tæki sig upp aftur í þurrum gróðrinum.  

Talsverð hætta hefur veið á gróðureldum í sumar vegna mikilla þurrka en loksins fór að rigna síðla nætur á Suðurlandi.  

Ég held að það sé hægt að fullyrða að slökkviliðsmenn og margir aðrir krossi fingur og voni að það rigni nægilega mikið næstu daga til þess að jörð blotni almennilega. Talsvert mikla vætu þarf til þess að rakinn nái niður fyrir yfirborð jarðvegsins að einhverju marki og minnki þar með hættuna á útbreiðslu gróðurelda. 

Pétur Pétursson fimmtudagurinn 20. júní 2019

112 í heimsókn hjá BÁ

1 af 2

Starfsfólk Neyðarlínunnar 112 heimsóttu okkar í Björgunarmiðstöðina á Selfossi um daginn. Eins og gefur að skilja þurftu þau að koma í tveimur hópum svo neyðarsímsvörun og boðun gæi gengið eðlilega fyrir sig. Þau voru þarna í starfsmannaferðum sitthvorn laugardaginn og ákváðu að verja hluta af ferðunum í að fræðast um starfsemi Brunavarna Árnessýslu. 

Starfsfólk Neyðarlínunnar 112 eru ein af okkar helstu samstarfsaðilum og þar held ég að ég megi mæla fyrir munnum allra viðbragðsaðila á landinu. Þau eru raddirnar í talstöðvunum okkar þegar við förum í útköll og hin í ýmsu verkefni. 

Alltaf gaman að hitta þetta flotta fólk og festa andlitin betur við raddirnar. 

Takk fyrir komuna :) 

Vefumsjón