Unna Björg Ögmundsdóttir fimmtudagurinn 4. apríl 2019

Fjölskyldufjör - styrktarviðburður

SÖFNUM FYRIR SJÁLFVIRKU HJARTASTUÐTÆKI FYRIR BRUNAVARNIR ÁRNESSÝSLU.


Laugardaginn 6.apríl kl.14:00 í íþróttahúsinu við Vallaskóla á Selfossi verður haldið Fjölskyldufjör skemmtun fyrir alla fjölskylduna.


1000 kr. aðgangseyrir , frítt fyrir 5 ára og yngri. Tökum einnig á móti frjálsum framlögum, margt smátt gerir eitt stórt!


Slökkviliðið verður á svæðinu, hægt verður að skoða reykköfunarbúninga, farartæki slökkviliðsins og fleira forvitnilegt.
Það verður þrautabraut, ert þú fljótari en slökkviliðið?


Zumba fyrir þá sem vilja dilla sér í takt við hressandi tónlist, slökkviliðið ætlar að skella sér í Zumba í reykköfunarbúnaði, þú vilt ekki missa af því!

Frítt verður í sund eftir viðburðinn fyrir þá sem mæta.


Brunavarnir Árnessýslu hafa verið í fréttum undanfarið vegna mikils álags vegna fjölda bílslysa og bruna. Þeir sjá um mjög víðfermt svæði og þurfa á okkar aðstoð að halda til að efla sitt starf og gera líf okkar öruggara!


Sjáumst í stuði með


Facebook síða viðburðarins

 

Tengiliðir:
Sigríður: 857-1442, sth258@hi.is
Halla: hms22@hi.is
Hróðný: hrj45@hi.is

9. apríl næstkomandi mun Brunavarnir Árnessýslu í samstarfi við Mannvirkjastofnun standa fyrir ráðstefnu í tengslum við hættur í bílum með aðra eldsneytisgjafa með áherslu á rafmagn.

Auk þessa verður fjallað um eld og aðrar hættur í spennuvirkjum.

Meðal fyrirlesara eru Frank Åstveit aðalvarðstjóri hjá slökkviliðinu í Bergen en í Noregi hefur verið mikil umræða um hvernig bregðast skuli við eldi í bifreiðum með aðra eldsneytisgjafa en hefðbundið hefur verið.

Sýnt verður hvernig slökkt er í logandi bifreið með stóru eldvarnateppi og rætt um kosti þess með hliðsjón af notkun vatns og eða froðu.

Ráðstefnugjald er 5.500 krónur.

Innifalið í gjaldinu er hádegisverðarhlaðborð á Hótel Selfoss og kaffiveitingar.

Skráning þátttöku er á midi.is    Skráningu lýkur 4. apríl.

 

Dagskrá 9. apríl 2019 09:00 – 17:00  Fundarstjóri: Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.

 

09:00 – 09:15 Davíð Snorrason, fagstjóri eldvarna hjá Mannvirkjastofnun setur ráðstefnuna.

09:15 – 12:00 Frank Åstveit, aðalvarðstjóri slökkviliðsins í Bergen. Hættur í bílum með aðra eldsneytisgjafa.

12:00 – 13:00 Matur.

13:00 – 13:45 Frank Åstveit, sýning á slökkvistarfi í logandi bifreið með eldvarnateppi. Mæting í anddyri hótelsins.

13:45 – 14:10 Lárus K Guðmundsson. Farartæki í almenningssamgöngum með aðra eldsneytisgjafa og Einar Bergmann Sveinsson fjallar um nýlegan rafmagnsbílbruna á Íslandi.

14:10 – 14:30 Aðalheiður Jacobsen, framkvæmdastjóri Netparta. Umhverfið og hvað verður um rafhlöðurnar.

14:30 – 15:10 Halldór Halldórsson, öryggisstjóri Landsnets. Eldur og aðrar hættur í spennuvirkjum.

15:10 – 15:30 Kaffi og spjall.

15:30 – 16:30 Reynir Guðjónsson, öryggisstjóri Orku Náttúrunnar. Hvað er að vera öruggur?

16:30 – 16:40 Ráðstefnuslit. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.

 

Um fyrirlesarana:

Frank Åstveit

Frank er aðalvarðstjóri á aðalslökkvistöðinni í Bergen og hefur starfað sem slökkviliðsmaður í 34 ár. Hann er einnig björgunarkafari hjá slökkviliðinu og heldur utan um reykköfunar- og slökkvibúnað liðsins. Undanfarið hefur hann verið að sérhæfa sig í farartækjum með aðra eldsneytisgjafa ásamt sólarsellum og rafmagnsmannvirkjum.

Halldór Halldórsson

Halldór er öryggisstjóri Landsnets og formaður framkvæmdanefndar NSR. Halldór starfaði í 18 ár sem öryggis- og slökkviliðsstjóri hjá Alcan og síðar Rio Tinto. Menntaður rafvirki, vottaður alþjóðlegur verkefnastjóri frá Háskóla Íslands IPMA og hefur Evrópuvottun í Safety Management frá Bretlandi. Halldór hefur einnig diplóma gráðu í Rekstrar- og viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Lárus Kristinn Guðmundsson

Lárus hefur starfað sem slökkviliðsmaður frá árinu 2002. Fyrst hjá Slökkviliði Hveragerðis, hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og nú hjá Brunavörnum Árnessýslu þar sem hann starfar sem varðstjóri, eldvarnaeftirlitsmaður og þjálfunarstjóri nýliða. Lárus hefur látið sig björgunarmál varða frá unga aldri, var formaður Hjálparsveita skáta í Hveragerði og er nú formaður svæðisstjórnar á svæði 3.

Aðalheiður Jacobssen

Aðalheiður er framkvæmdastjóri Netparta. Hún er menntaður viðskiptafræðingur og hefur lengi haft áhuga á endurvinnslu. Bs ritgerð Aðalheiðar fjallaði meðal annars um endurvinnslu bifreiða á Íslandi.

Reynir Guðjónsson

Reynir starfaði sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari í Slökkviliði Reykjavíkur í tæpan áratug. Eftir það starfaði hann sem öryggisfulltrúi hjá Alcan og síðan Rio Tinto í á annan áratug. Í dag starfar Reynir sem öryggisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga, Orku Náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur. Síðustu 12 ár hefur Reynir haft sem hliðarverkefni að þjálfa hjá Dale Carnegie.

 

Sjá nánar á Facebook síðu viðburðarins

 

Haukur Grönli fimmtudagurinn 14. mars 2019

Reykköfun

1 af 4

Reykköfun, innganga í brunarými og notkun IR-véla (hitamyndavélar) út á það gengu æfingar Brunavarna Árnessýslu í febrúar. Að venju var stöðvum blandað saman og notast var við gáminn okkar þar sem við getum æft okkur í aðferðum sem við notum til að fara í gegnum stálhurð, þó um sé að ræð öryggishurð.

Við voru einnig með til prufu hljóð og ljósabúnað sem gera æfingarnar enn raunverulegri fyrir þátttakendur. Við reynum altaf að æfa eins og við „berjumst“ hægt er að spila inn hróp, sprengingar, hljóð í eldi ásamt öðrum hljóðum. Það var mál manna að þetta gerði það að verkum að þátttakendur fóru meira á tærnar. Þó má segja að sum hljóðin vöktu meiri óhug en önnur.

Af hverju eru við að æfa undir slíkri pressu? Svarið er einfalt, það undirbýr björgunaraðila frekar undir þá pressu sem er á raunverulegum vettvangi.

Pétur Pétursson mánudagurinn 4. febrúar 2019

Bílbruni á Eyrarbakka 4.2.2019

Brunavörnum Árnessýslu bárust boð um að eldur væri í bifreið á Eyrarbakka rétt eftir klukkan sex í morgun. Talsverður viðbúnaður var viðhafður þar sem bifreiðin var upp við bensíndælu á bensínstöð. 

Fyrstu aðilar á vettvang slógu verulega á eldinn með duft slökkvitækjum en eftir að dælubifreið frá Brunavörnum Árnessýslu kom á vettvang gekk slökkvistarf greiðlega. 

Talið er að kviknað hafi í bifreiðinni út frá vélbúnaði.

Haukur Grönli þriðjudagurinn 15. janúar 2019

Hvernig hringið þið í 112 heima hjá ykkur?

 


Brunavarnir Árnessýslu eiga í góðu samstarfi við leikskólana og skólana ásamt mörgum öðrum stofnunum í Árnessýslu hvað varðar eldvarnar og rýmingafræðslu. Við fengum fyrirspurn frá einum af leikskólunum okkar í sýslunni.


Hvernig hringir barn í 112 á heimili þar sem ekki er heimilissími?

Svarið er augljóst er það ekki?

Verum alveg hreinskilin er það alveg augljóst?


Við erum vanaföst, allir vita að það þarf aðgangsorð til að komast inn í farsímann.


Mun barn sem ekki hefur verið sýnt að það er alltaf hægt að hringja í neyðarnúmerið 112 úr læstum farsíma átta sig á því ef það er neyð?


Farið yfir rétt viðbrögð við vá á heimilinum með börnunum ykkar.

  • Hvernig er hægt að hringja úr farsíma?
  • Hver eru rétt viðbrögð ef reyksskynjari fer í gang?
  • Hvernig eiga börnin að fara út. A og B áætlun?
  • Hvar eiga heimilismenn að hittast eftir að hafa rýmt húsið? (söfnunarsvæði)


Hægt er að gera einfaldar æfingar með krökkunum þar sem þau eru til dæmis blinduð og eiga að rata út, æfing sem er gerð að leik og upplifun skemmtileg. Skoðið allar flóttaleiðir saman, aðalinngangur, þvottahús, svalahurð og glugga í herbergjum sem dæmi.


Kveðja Haukur Grönli varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu

 

 

Vefumsjón