Haukur Grönli þriðjudagurinn 15. janúar 2019

Hvernig hringið þið í 112 heima hjá ykkur?

 


Brunavarnir Árnessýslu eiga í góðu samstarfi við leikskólana og skólana ásamt mörgum öðrum stofnunum í Árnessýslu hvað varðar eldvarnar og rýmingafræðslu. Við fengum fyrirspurn frá einum af leikskólunum okkar í sýslunni.


Hvernig hringir barn í 112 á heimili þar sem ekki er heimilissími?

Svarið er augljóst er það ekki?

Verum alveg hreinskilin er það alveg augljóst?


Við erum vanaföst, allir vita að það þarf aðgangsorð til að komast inn í farsímann.


Mun barn sem ekki hefur verið sýnt að það er alltaf hægt að hringja í neyðarnúmerið 112 úr læstum farsíma átta sig á því ef það er neyð?


Farið yfir rétt viðbrögð við vá á heimilinum með börnunum ykkar.

  • Hvernig er hægt að hringja úr farsíma?
  • Hver eru rétt viðbrögð ef reyksskynjari fer í gang?
  • Hvernig eiga börnin að fara út. A og B áætlun?
  • Hvar eiga heimilismenn að hittast eftir að hafa rýmt húsið? (söfnunarsvæði)


Hægt er að gera einfaldar æfingar með krökkunum þar sem þau eru til dæmis blinduð og eiga að rata út, æfing sem er gerð að leik og upplifun skemmtileg. Skoðið allar flóttaleiðir saman, aðalinngangur, þvottahús, svalahurð og glugga í herbergjum sem dæmi.


Kveðja Haukur Grönli varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu

 

 

Pétur Pétursson miðvikudagurinn 9. janúar 2019

Bílvelta á Hellisheiði 9.1.2019

Vöruflutningabifreið á leið til austurs valt á Hellisheiði rétt fyrir klukkan tvö í dag. Viðbragðsaðilar frá Sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Lögreglunni á Suðurlandi og Brunavörnum Árnessýslu voru kallaðir á vettvang. 

Ekki þurfti að beita klippum til þess að ná ökumanninum út úr bifreiðinni og var hann fluttur með sjúkraflutningabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. 

Engin olíuleki var frá bifreiðinni og þurfti því ekki að fara í upphreinsun á vettvangi. 

Slæmt skyggni er á Hellisheiði, þoka, slagveðurs rigning og rok. Af þeim sökum var ákveðið að bifreiðin yrði ekki flutt af staðnum fyrr en skyggni verður betra og eru ökumenn beðnir að sýna aðgát er ekið er fram hjá vettvangnum.

Milli jóla og nýárs udirrituðu Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunnar og Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu samning um að Brunavarir Árnessýslu taki að sér gerð námsefnis og umsjón með námi eldvarnaeftirlitsmanna á Íslandi á árinu 2019. 

Er þetta liður í þeirri stefnu Mannvirkjastofnunnar að útvista ákveðnum verkefnum sem stofnunin hefur á sínum höndum og mun stofnuninn í framhaldi sinna eftirlitsskyldu sinni í enn ríkari mæli hvað þetta varðar. 

Stofnaður verður verkefnahópur undir stjórn Brunavarna Árnessýslu, í kringum vinnuna sem framkvæma þarf  við þarfagreiningu, skipulagningu og  framkvæmd við uppfærslu námsefnis eldvarnaeftirlitsmanna. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá Pétur Pétursson slökkviliðsstjóra BÁ, Björn Karlsson forstjóra MVS og Davíð Snorrason fagstjóri eldvarna MVS.

1 af 2

Eldur kom upp í ruslatunnu við Ráðhús Ölfus rétt fyrir klukkan eitt í dag. Ruslatunnan stóð upp við bygginguna rétt fyrir neðan glugga þannig að talsverð hætta var á að eldur næði að læsa sér í húsið ef til þess kæmi að glerið springi vegna hita. 

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Þorlákshöfn brugðust við útkallinu og slökktu eldinn en áður höfðu starfsmenn sveitarfélagsins og vegfarandi slegið verulega á eldinn með fimm slökkvitækjum. 

Einhver reykur komst þó inn í bygginguna sem slökkviliðsmenn ræstu með reykblásurum slökkviliðsins. 

Talið er að kviknað hafi í af mannavöldum en Lögreglan á Suðurlandi sér um rannsókn málsins.

1 af 2

Eldur kom upp í ruslatunnu við Ráðhús Ölfus rétt fyrir klukkan eitt í dag. Ruslatunnan stóð upp við bygginguna rétt fyrir neðan glugga þannig að talsverð hætta var á að eldur næði að læsa sér í húsið ef til þess kæmi að glerið springi vegna hita. 

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Þorlákshöfn brugðust við útkallinu og slökktu eldinn en áður höfðu starfsmenn sveitarfélagsins og vegfarandi slegið verulega á eldinn með fimm slökkvitækjum. 

Einhver reykur komst þó inn í bygginguna sem slökkviliðsmenn ræstu með reykblásurum slökkviliðsins. 

Talið er að kviknað hafi í af mannavöldum en Lögreglan á Suðurlandi sér um rannsókn málsins.

Vefumsjón