Brunavarnir Árnessýslu sendu boð á alla formenn björgunarsveita í Árnessýslu um að félagsmönnum þeirra væri boðið á slökkvitækjanámskeið hjá Brunavörnum Árnessýslu í gærkvöldi sem haldið var í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. 

Rúmlega 30 björgunarsveitamenn mættu á námskeiðið sem var virkilega ánægjulegt. 

Það er mat okkar hjá Brunavörnum að það sé mikilvægt að okkar öfluga björgunarsveitafólk hafi kunnáttu í notkun slökkvitækja og eldvarnateppa komi til þess að þeim þurfi að beita. Innan skamms fer í hönd flugeldasala og því mikilvægt að allir séu klári að bregðast við á þeim vettvangi sem öðrum skapist þær aðstæður að grípa þurfi inní.

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi komu saman í gærkvöldi í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Eins og í uppsveitunum síðasta þriðjudagskvöld fór slökkviliðsstjóri með “stuttan” fyrirlestur um stöðu slökkviliðsmannsins í samfélaginu auk þess sem farið var yfir menntunar- og þjálfunarmál slökkviliðsmanna BÁ. Það er að segja, hvernig þjálfunarmálin eru uppbyggð, af hverju þau eru svona uppbyggð og hvaða útkomu er vænst með þjálfuninni. 

Að fyrirlestri loknum vor brjóstskildir BÁ festir á þá slökkviliðsmenn sem ekki voru nú þegar komnir með einkennisskjöld BÁ, á brjóstið. 

Mætingin var góð og létt yfir slökkviliðsmönnum. Eins og í uppsveitunum var þetta jákvæð, hátíðleg og skemmtileg kvöldstund með góðu og áhugasömu fólki.

Pétur Pétursson miðvikudagurinn 5. desember 2018

Eldur kom upp í bíl á Selfossi í nótt 05.12.2018

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu á Selfossi voru boðaðir út rétt eftir klukkan eitt í nótt vegna elds í bifreið. Bifreiðin stóð á bílaplani fyrir utan veitingarstað á Austurvegi á Selfossi. 

Mikill eldur var í bifreiðinni er slökkviliðsmenn komu á vettvang en greiðlega gekk að slökkva eldinn. 

Bifreiðin er gjörónýt eftir brunann. Eldsupptök eru óljós á þessari stundu.

Föngulegur hópur slökkviliðsmanna Brunavarna Árnessýslu úr uppsveitum Árnessýslu kom saman á laugarvatni í gærkvöldi. Stuttur fyrirlestur var haldin um stöðu slökkviliðsmannsins í samfélaginu auk þess sem farið var yfir menntunar- og þjálfunarmál slökkviliðsmanna BÁ.

Að fyrirlestri loknum voru brjóstskildir BÁ festir á slökkviliðsmenn við hátíðlega athöfn.

Virkilega jákvæð, hátíðleg og skemmtileg kvöldstund í góðum hópi manna.

1 af 4

Við urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að fá í heimsókn til okkar fyrrum lögreglumenn af Suðurlandi sem hættir eru störfum vegna aldurs. Voru þeir á yfirreið um Suðurlandið að kynna sér hin ýmsu málefni. Þá langaði til þess að kynna sér starfsemi Brunavarna Árnessýslu. það var okkur sönn ánægja að taka á móti þessum flotta hópi. 

Við þökkum fyrir skemmtilega heimsókn!!

Vefumsjón